Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 8
ÆGIR
VESTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR
í desember 1964
Aflabrögð í fjórðungnum voru fádæma
léleg í desembermánuði. Hjálpast þar allt
að, rysjótt tíðarfar, stopular gæftir og al-
gjört aflaleysi. Fyrri hluta mánaðarins
sóttu margir bátar, einkanlega frá syðri
Vestfjörðunum, suður í Kolluál og fengu
þar ágætan afla. Er aflinn því mun betri
á syðri fjörðunum heldur en í verstöðvun-
um við Djúp. Vestfjarðarbátar stunduðu
nú allir veiðar með línu nema tveir bátar,
sem réru með þorskanet og 5 bátar, sem
stunduðu síldveiðar fyrir Austurlandi.
Heildaraflinn í fjórðungnum varð nú
2.399 lestir, en var á sama tíma í fyrra
3.520 lestir, enda var þá ágætur afli í
desember. Aflahæsti báturinn í desember
er Guðm. á Sveinseyri með 111,1 lest í
13 róðrum, en í fyrra var Sæborg frá
Patreksfirði aflahæst með 160,5 lestir í
16 róðrum.
Þessi haustvertíð er ein allra lélegasta
haustvertíð um nokkuð langt árabil. Afla-
hæsti báturinn nú er Sæborg frá Patreks-
firði með 336 lestir í 52 róðrum, en í fyrra
var Andri frá Bíldudal aflahæstur með
398 lestir í 62 róðrum og árið 1962 Sigur-
fari frá Patreksfirði með 366 lestir í 48
róðrum.
Þeir bátar, sem stunduðu rækjuveiðar
í ísafjarðardjúpi, hættu allir veiðum í lok
nóvember, en þá var eftir að veiða 43
lestir af því aflamagni, sem leyft hefir
verið. Er gert ráð fyrir að rækjuveiðarnar
hefjist að nýju í byrjun febrúar. Bílddæl-
ingar stunduðu hins vegar rækjuveiðarnar
í desember, og var búið að veiða 50 lestir
um áramótin, en það er þriðjungur þess
afla, sem leyfilegt er að veiða í Arnarfirði.
Afli í einstökum verstöðvum:
Patreksfjörður:
Sæborg ........ 101,6 lestir í 13 róðrum
Dofri ........... 101,3 — - 12 —
Seley ........... 84,0 — - 13 —
Tálknafjörb'ur:
Guðm. á Sveinseyri 111,1 lestir í 13 róðrum
Sæúlfur ........ 94,0 — - 12 —
Bíldudalur:
Andri .......... 90,8 — - 14 —
Þingeyri:
Pramnes ........ 99,7 — - 15 —
Fjölnir ......... 92,0 — - 14 —
Þorgrímur ...... 70,2 — - 13 —
Flateyri:
Hilmir II........ 71,8 — - 13 —
Hinrik Guðmundss. 70,9 — - 13 —
Rán ............ 68,0 — - 11 —
SuSureyri:
Friðb. Guðmundss. 73,2 — - 13 —
Sif ............. 70,1 — - 13 —
Hávarður ....... 52,3 — - 12 —
Stefnir.......... 34,1 — - 9 —
Gyllir .......... 15,0 — - 4 —
Bolungavík:
Hugrún ......... 85,7 — - 15 —
Einar Hálfdáns .. 85,1 — - 16 —
Þorl. Ingimundars. 68,9 — - 14 —
Heiðrún ........ 62,5 — - 14 —
Guðrún ......... 40',8 — - 14 —
Húni............ 26,2 — - 11 —
Bergrún (net) . . 10,8 — - 13 —
Hnífsdalur:
Mímir .......... 57,9 — - 11 —
Páll Pálsson..... 45,8 — - 12 —
ísafjörður:
Guðbiörg........ 84,1 — - 14 —
Guðbj Kristján
ÍS 280 ........ 73,6 — - 14 —
Straumnes ...... 68,6 — - 12 —
Hrönn .......... 61,9 — - 12 —
Guðbj Kristján
IS 268 ........ 61,8 — - 13 —
Gunnhildur ..... 50,7 — - 11 —
Víkingur II...... 43,9 — - 11 —
Guðný .......... 41,2 — - 11 —
Gunnvór (net) .. 8,9 — - 11 —