Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 9

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 9
ÆGIR 3 SúðavíJc: Svanur ............... 59,8 lestir í 12 róðrum Trausti .............. 39,6 -— - 10 — Fi-eyja .............. 15,6 — - 5 — Frá Hólmavík og Drangsnesi var lítil sem engin útgerð í mánuðinum og enginn bátur, sem náði 10 lesta afla yfir mánuð- inn. N ORÐLENDIN GAF J ÓRÐUNGUR í nóvember Skagaströnd: 6 dekkbátar fóru 71 róður með línu í mánuðinum og öfluðu 191 lest óslægt. Sauðárkrókur: 3 dekkbátar og 5 opnir bátar öfluðu 98 lestir af ýsu og 34 lestir af þorski. Skagfirðingur seldi 1 túr í Þýzkalandi 41 lest. Gæftir voru ekki góðar. Hofsós: 1 bátur Frosti II réri með línu, og aflaði 90 lestir, meira en helmingur var ýsa. Siglufjörður: 4 dekkbátar öfluðu 169 lestir í 49 sjóferðum með línu. Óslægt. Slæmar gæftir. Ólafsfjörður: 4 dekkbátar réru með línu og öfluðu í 69 sjóferðum 237 lestir. Óslægt. Slæmar gæftir. Dalvík: Heildaraflinn var 80 lestir ó- slægt. Slæmar gæftir. Björgúlfur seldi 60 lestir í Þýzkalandi. Akureyri: Togarar Ú.A. sigldu með aflann. AUSTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR í nóvember í mánuðinum var sjósókn í fjórðungnum fremur lítil. Litlu bátarnir réru sama og ekkert og fáir stærri bátar voru í gangi nokkuð að ráði. Nokkrir réru með línu og ísuðu aflann í sig og sigldu með hann, aðallega til Bretlands. Nokkrir þeir stærstu voru á síldveiðum, flestir á Aust- urlandsmiðum, en sumir fóru til Faxa- flóahafna og stunduðu síldveiðar þaðan. Gæftir voru fremur stirðar eins og við er að búast á þessum árstíma. Þorsk- og ýsu- afli var tregur, nema á Hornafirði aflaðist fremur vel, oftast um sjö tonn í róðri. Þeir sem voru á síldveiðum austanlands öfluðu vel þá sjaldan að veður leyfði. Ann- ars var sú veiði sótt nokkuð langt eða ekki skemmra en sextíu til sjötíu mílur frá landi. Hornafjörður: Þaðan var einn stór bát- ur á síldveiðum nokkuð af mánuðinum. Fjórir stórir bátar réru með línu. Einn þeirra var frá Seyðisfirði. Farnir voru tæp- ir 40 róðrar. Aflinn var 234 tonn eða sem næst sjö tonn að meðaltali í róðri. Meiri- hluti aflans var ýsa. Djúpivogur: Þar var ekkert gert út annað en að v.s. Sunnutindur var á síld- veiðum. Breiðdalsvík: Þar var ekki önnur útgerð en v.s. Sigurður Jónsson og var hann á síldveiðum. Lítið barst þar á land af síld í mánuðinum. Stöðvarfjörður: Þaðan var engin útgerð í mánuðinum önnur en að v.s. Heimir var á síldveiðum. Lítilsháttar var fryst af síld. Fáskrúðsfjörður: Þaðan var v.s. Bára á síldveiðum og v.s. Hoffell var með línu og fiskaði í sig og sigldi með aflann. Engin önnur útgerð var þar í mánuðinum. Nokk- uð barst af síld til bræðslu. Lítilsháttar var saltað af síld og talsvert fryst. Reyðarfjörður: Ekkert var stundaður sjór þaðan í mánuðinum annað en að v.s. Snæfugl var á síldveiðum fyrrihlutann. Eskifjörður: Þaðan voru fimm stóru bátarnir á síldveiðum, að mestu allan mán- uðinn. Annað var ekki gert þar út. All mikið barst að af síld til bræðslu og tals- vert var saltað og fi-yst. Norðfjörður: Þaðan stunduðu tveir stór- ir bátar línuveiðar og sigldu með aflann, en fóru ekki nema einn túr hvor. Þrír litlir bátar réru í mánuðinum þegar gaf og öfl- uðu sæmilega. Alls var afli lagður á land í mánuðinum tæp 40 tonn. Nokkuð barst af síld til bræðslu og dálítið var saltað og fryst. Seyðisfjörður: Einn stór bátur var á síldveiðum framan af mánuðinum og seinni hlutann var annar á línuveiðum og ísaði

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.