Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 10

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 10
ÆGIR aflann í sig og sigldi með hann. önnur út- gerð var ekki. En einn bátur fór til Horna- f jarðar og réri þaðan með línu. Lítilsháttar barst af síld til bræðslu framan af mánuð- inum. Af Mjóafirði og f jörðunum fyrir norðan Seyðisfjörð var ekkert stundaður sjór í mánuðinum, og engin síld barst þar á land. TOGARARNIR í desembermánuði. 1 desember voru togararnir mest að veiðum úti af Vestfjörðum. Einnig voru nokkur skip úti af Jökli á Eldeyjarbanka og víðar fyrir SV- og S-landi. Afli var mjög tregur, sem fyrr. Veður voru fremur óhagstæð. Alls seldu 29 skip afla sinn á erlendum markaði í mánuðinum, þar af 13 í Vestur- Þýzkalandi samtals 1721 lest fyrir 14.766,4 þús. kr. Af þessu magni voru 288.9 lestir af síld sem seldust á 1.223,6 þús. kr. I Bretlandi seldu 16 skip samtals 1731.6 lestir fyrir 19.085,4 þús. kr., auk Narfa, sem landaði 176.7 lestum af frystum fiski á 1.343,8 þús. kr. cif. ÍSFISKLANDANIR BÁTA. I Þýzkalandi seldu 5 bátar afla sinn samtals 234.7 lestir á 1.953,9 þús. kr. þar af voru 84.3 lestir síld á 420,3 þús kr. 1 Bretlandi seldi einn bátur 19.8 lestir á 184.9 þús. kr., þar af voru 9.0 lestir af frystum fiski á 70.1 þús. kr. Sala þessi fór fram í október en skýrslur bárust eigi fyrr. IJtgerðarmenn! STIIART Nylon síldarnætur framleiddar af J. W. STUART LTD., MUSSELBURGH, SKOTLANDI, reynast afburðavel og eru endingargóðar. Umboðsmenn: Kristján Ó. Skagfjörð h.f., Reykjavík — Sími 24120

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.