Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 13
ÆGIR
Sjávarútvegiiriiiii við áramót
Nokkrir af forustumönnum á sviði útgerðar og fiskiðnaðar
gefa hér á eftir stutt yfirlit yfir árið sem leið, og rœða ástand
og horfur. Framhald verður í nœsta blaði.
Davío Ólafsson:
Við áramót
Árið 1964 var á
ýmsan hátt sér-
stætt fyrir íslenzk-
an sjávarútveg. Á
því ári kom meiri
afli á land en
nokkurn tíma fyrr
á einu ári og mun
það ekki verða
langt frá einni
milljón lesta, þeg-
ar allt hefur verið
talið. Var bæði um
að ræða allverulega aukningu afla á þorsk-
veiðum og þó einkum að því er síldveið-
arnar snerti.
1 þorskveiðunum bar það helzt til, að
notkun þorsknótarinnar fékk verulega þýð-
ingu á vetrarvertíðinni, þar sem um 15%
aflans fengust í það veiðarfæri og var það
^ær jafnmikið og línuaflinn nam á því
tímabili. Er ekki ósennilegt, að þetta veið-
arfæri eigi eftir að hafa vaxandi þýðingu
fyrir þorskveiðar hinna stærri skipa báta-
flotans. Hluti línuaflans í vertíðaraflanum
hins vegar minnkandi.
1 síldveiðunum voru þrjú atriði, sem
sérstaklega ber að minnast á. Heita mátti
nú að engin síld veiddist norðan Langa-
nessogmunþaðekkiáðurhafa verið á sum-
ararsíldarvertíð. Sú hefir verið föst venja,
að sumarsíldveiðum hefir verið látið lokið
eigi síðan en um lok september. Að þessu
sinni hvatti Jakob Jakobsson fiskifræðing-
ur, sem stjórnar síldarleitinni, síldveiði-
skipstjórana mjög til að halda veiðunum
áfram lengur því öruggt mætti telja, að
síldin hyrfi ekki af Austfjarðarsvæðinu
á þessum tíma. Allmörg skip héldu svo
áfram og á daginn kom, að síldin var nóg
og auðvelt að veiða hana, aðeins ef veður
leyfði. Hefir sú orðið raunin á, að veið-
arnar fyrir Austurlandi hafa haldið áfram
að heita má óslitið út árið og enn þegar
þetta er skrifað, undir miðjan janúar.
Skapar þetta algerlega ný viðhorf, að því
er þessar veiðar snertir. Þriðja atriðið
er svo síldarflutningarnir. Þeir hafa nú
verið starfræktir um nokkurra ára skeið,
aðallega frá Austurlandi til Norðurlands
og notuð við þá venjuleg flutninga-
skip útbúin sérstaklega til flutninganna.
Á s.l. sumri gerði síldarverksmiðja Einars
Guðfinnssonar í Bolungavík, með stuðn-
ingi hins opinbera, tilraun til flutninga á
bræðslusíld með tankskipi. Var tankskipið
Þyrill notað til flutninganna. Var síldinni
dælt úr veiðiskipunum, fyrst inni á höfn-
um og síðar úti á miðunum. Tilraun þessi
gaf þá raun, að mikill áhugi hefir vaknað
hjá eigendum síldarverksmiðjanna á Suð-
ur- og Vesturlandi að taka upp slíka f lutn-
inga í allstórum stíl og er líklegt, að af
því verði þegar á þessu ári. Mun þetta
leiða til þess hvort tveggja, að betri nýting
verður á þeim verksmiðjukosti, sem fyrir
er í landinu og jafnframt munu veiðimögu-
leikar flotans að aukast.