Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 14

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 14
8 ÆGIR En einnig er nauðsyn á, að teknir verði upp flutningar á síld til annarrar vinnslu (söltunar og frystingar) og hefir þetta ekki sízt komið í ljós eftir reynsluna í haust og vetur er síldveiðarnar hafa brugð- izt við Suðvesturland. Þróun á mörkuðum sjávarafurða var hagstæð á árinu 1964. Var yfirleitt um hækkanir á verðlagi að ræða og í sumum tilfellum allverulegar. Þessi þróun var að sjálfsögðu það, sem réð úrslitum um það, að sjávarútvegurinn var fær um það, með smávægilegum stuðningi þess opinbera, að standa undir þeim hækkunum, sem urðu á framleiðslukostnaði af völdum kaup- gjalds- og verðlagshækkana á árinu 1963 og 1964. Stuðningur af hálfu hins opinbera var fólginn í lækkun á útflutningsgjaldi af afurðum þorskveiðanna og nokkurri greiðslu til frystihúsanna til að auðvelda þeim aðgerðir til bættra framleiðsluhátta. Auk þess var á árinu 1964 greidd viðbót á fiskverð til veiðiflotans, sem nam 6% á tímabilinu jan-maí en 4% það sem eftir var ársins. Þessar ráðstafanir voru bein afleiðing af þeirri verðbólguþróun, sem hér hafði orðið, sérstaklega á árinu 1963. 1 júní 1964 tókst samkomulag milli rík- isstjórnarinnar, fulltrúa verkalýðsfélag- anna og atvinnurekenda, sem miðaði að því að hefta þá óheillavænlegu þróun, sem hér hafði orðið og vissulega tókst með því að draga mjög úr verðbólguþróuninni. Þeir samningar gilda til eins árs. Það verður að telja brýnasta verkefnið í efnahagsmálum okkar að skapa aftur það ástand, sem geri sjávarútveginum kleift að nýta sína framleiðslumöguleika án opin- berra styrkja, en von er til, að svo megi verða ef haldið verður þeirri stefnu, sem tekin var með júnísamkomulaginu. JíL Tryggvi Ólafsson: Þorskalýsisframleiðslan 1964 Sala þorskalýsis gekk yfirleitt vel. Verð til herzlu fór heldur hækkandi á árinu á erlendum markaði, og seinni- part ársins fór það nokkuð f ram úr því verði sem hægt var að f á fyrir fóð- urlýsi og jafnvel einnig meðalalýsi, en verðsveiflur á þessum tegundum eru minni og koma að jafnaði nokkrum mánuðum á eftir. Vegna þess að þorsalýsisframleiðslan var meiri nú en undanfarin ár, þurfti að selja nokkru meira magn en áður á erlendan markað til herzlu. Þær sölur fóru fram í maí og júní, eða nokkru áður en verð á þessum markaði komst hæst, sem var í nóvember. Jafnframt því sem neyzla á meðalalýsi fer heldur minnkandi í heiminum, aukast kröfurnar um meiri gæði og geymsluhæfni. Til þess að mæta þessum kröfum verður tekin í notkun nú á vertíðinni ný vélasam- stæða, sem eykur gæðin að mun. Eru þetta fullkomnustu vélar sem völ er á til þessarar vinnslu. Meðalalýsi frá þessum vélum á að jafnast á við það bezta sem til er á markaðnum. Eins og undanfarin ár var áherzla lögð á að útbreiða sölu á meðalalýsi og fóður- lýsi, og að fara að óskum neytenda hvað umbúðir og annan frágang snertir. Ársframleiðslan á þorskalýsi nam 10270 tonnum (7753 tonn 1963). Skiptist hún þannig milli báta og togara: Bátar ... 9990 tonn (7307 tonn 1963) Togarar . 280 tonn ( 446 tonn 1963) Útflutningurinn nam samtals 9790 tonn- um. Innanlandsnotkun á meðala- og fóður-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.