Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1965, Síða 15

Ægir - 15.01.1965, Síða 15
ÆGIR 9 lýsi var 127 tonn og til herzlu fyrir innan- landsmarkað voru notuð á árinu 685 tonn af þorskalýsi. Vítamíninnihald þorskalýs- isins var nokkru hærra en árið áður, en fitumagn lifrarinnar var svipað. Þrátt fyrir bættan vélakost og yfirleitt góða aðstöðu í herzluverksmiðjunni hér, tókst ekki að selja herta feiti til útlanda á árinu. Mismunurinn á verði á hertri feiti og hráfeiti í Evrópu og annarsstaðar var svo lítill að ekki hefði nægt fyrir vinnu- launum og þeim efnum og orku sem nota þarf til vinnslunnar. Verðlag árið 1964 hefur í rauninni reynzt mjög hagstætt, sérstaklega hvað snertir alla feiti sem hæf er til manneldis, bæði úr jurta- og dýraríkinu. Framboð og eftirspurn hafa náð betra jafnvægi en mörg undanfarin ár. Þrátt fyrir lítilshátt- ar verðlækkun nú um áramótin, er útlit fyrir að gott verð haldist fyrri hluta hins nýbyrj aða árs. Jónas Jónsson: Þorsk- og karfamjölsframleiðslan '64 Áætluð þorsk- mjölsframleiðsla ársins 1964 nam rúmum 23000 tonnum, á móti 20634 tonnum árið 1963. Þá er áætlað að karf am j ölsf ram- leiðslan hafi num- ið nálægt 3800 tonnum á móti 4164 tonnum árið 1963. Loðnu- og steinbítsmjöl mun hafa orðið rúm 1000 tonn á árinu 1964, en var 1963 1652 tonn. Eftirgreind tafla sýnir framleiðslu á þessum mjöltegundum árin 1960—1963: Ar Þorsk- mjöl Karfa- mjöl Annað fiskmj. Samtals 1960 22.900 10.100 1.050 34.050 1961 18.993 4.612 1.173 24.778 1962 21.440 2.120 1.052 24.612 1963 20.634 4.164 1.652 26.450 Svo sem fram kemur á þessum tölum hefur mest breyting orðið á framleiðslu karfamjöls. Aftur á móti er þorskmjölsframleiðslan tiltölulega stöðug frá ári til árs. Fer úr hámarki mest niður um ca 20%. Sala þorskmjölsins gekk vel á árinu. Fyrir áramótin 1963/1964 hafði verið selt fyrirfram af vertíðarframleiðslunni all- mikið magn. Þetta mjöl var selt á lægra verði heldur en mjölið komst upp í þegar fram á vertíð kom. Töldu margir þetta x’áðlegt, að selja nokkuð fyrirfram, til að tryggja sig fyrir verðsveiflum. Verðið á þorskmjölinu var stöðugt fram eftir árinu, en þegar kom fram á haust- mánuði fór verðið hækkandi á smærri partíum, enda þá ekkert þoi-skmjöl til sem heitið gat. Svo sem vitað er fer aðalframleiðsla þoi’skmjölsins fram á vetrarvertíðinni. Fyrstu 5 mánuði ársins voru framleidd rúm 18 þúsund tonn. Þorskmjölið sker sig úr öðru fiskmjöli sökum þess að fituinnihald þess er venju- lega miklu lægra en í öðrum tegundum fiskmjöls. Af þeim ástæðum er hægt að selja það á þá markaði þar sem annað fiskmjöl er ekki seljanlegt. Er hér um að ræða fóðrun loðdýra, sem ekki mega fá of mikla fitu. Á síðari árum hefur fituinnihald þorsk- mjölsins hér aukizt, og er víða komið fram úr því hámarki sem leyft er til fóðr- unar loðdýra. Orsökin fyrir þessu er sú, að á síðari árum er farið að vinna slóg saman við þorskúrganginn í verksmiðjun- um, og hefur þetta þau áhrif að mjölið verður fituríkara. 1 mörgum tilfellum er þorskmjölið farið að nálgast karfamjöl hvað fituinnihald snertir, og er þá orðinn lítill munur á þessum mjöltegundum.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.