Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 16

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 16
10 ÆGIR Svo sem að framan segir er karfamjölið nú ekki lengur stór þáttur í mjölfram- leiðslunni. Kemur hér tvennt til. Fyrst aflabrestur togaranna, sem einir veiða karfa sem kunnug er, og svo hittt að nú sigla togararnir mun meira með aflann til sölu á erlendan markað, í stað þess að landa honum hér heima. Hefur þetta hvort- tveggja orðið til þess að framleiðsla karfa- mjöls hefur dregizt svo mjög saman. Sala karfamjölsins gekk nokkuð eftir hendinni á árinu og fer stór hluti þess á innanlands markaðinn. Karfamjölið er vinsælt á erlendum markaði. Eru það aðahega Danir og Vest- ur-Þjóðverjar sem kaupa það. Þó er karfamjölið ekki eins eggjahvítu- ríkt og t. d. síldarmjöl og þorskmjöl. Fæst því lægra verð fyrir hverja smálest af karfamjöli, en fyrir hinar tegundirnar. Um framtíðarhorfur verðlags á fisk- og síldarmjöli er ekki hægt að segja með neinni vissu. Almennt er þó talið að verðlag verði stöðugt og byggja menn þessa skoðun á því, að neyzla á fiskmjöli í heim- inum eykst stöðugt. Framleiðslan eykst að vísu einnig, en vonir standa til að þetta hvorttveggja geti haldizt í hendur svo ekki komi til mikilla verðsveiflna. Væri það ekki æskilegt á hvorn veginn sem væri. Rétt er að geta þess, þó ekki verði hér farið inn á framleiðslu síldarmjöls, að heildarframleiðsla allra fiskmjölstegunda að meðtöldu síldarmjöli, er áætluð að nemi rúmum 120.000 tonnum á s.l. ári. Er þetta algjört metár í mjölframleiðslu hér á landi, eða um 20% hærra en það hefur komizt hæst, en það var árið 1962. Heildarfram- leiðslan það ár nam 100.425 tonnum. Fiskmjöls- og lýsisiðnaðurinn hér á landi er stöðugt að vaxa og kemur nú mjöl og lýsi næst á eftir hraðfrysta fiskinum, hvað snertir útflutningsverðmæti. Það gef- ur því auga leið að þessi starfsemi er mjög þýðingarmikil fyrir okkur íslendinga og við verðum því að búa að þessum iðnaði svo vel sem framast er unnt. Ingvar Vilhjálmsson: Skreiðin Framleiðslan 1964: Framleiðsla skreiðar árið 1964 hefur numið sam- kvæmt aflaskýrsl- um Fiskifélags Is- lands hinn 30. sept. s. 1. 81.435 tonnum uppúrsjó, og gerir það um 11.000 tonn af skreið. Verkun aflans hefur geng- ið yfirleitt vel. Verölag á skreiö: Útf lutningsverð skreiðarinnar var ákveð- ið í ágústmánuði síðastliðnum. Reyndist ekki unnt að hækka verðið á skreiðinni til Afríku. Hins vegar var verð á skreið til Italíu, venjulegri Afríkuskreið, hækkað um £ 5:00:00, en svo kölluð italiener skreið um £7:10:00 hvort tveggja per tonn cif. Eins og fyrr, var haft samráð við Norð- menn um verð á skreið til Nigeríu og gildir því yfirleitt sama verð á Islandi og í Noregi á skreið sömu tegundar. Útflutningur 1964: Útflutningur á framleiðslu ársins hófst í ágústmánuði eins og flest undanfarin ár. Nam útflutningurinn alls frá 1. janúar til 31. nóvember, 10.635 tonnum, að verðmæti rúmar 309 milljónir króna, en þetta er af framleiðslu tveggja ára. Útflutningur til Italíu reyndist vera þann 31. nóvember tæp 2.804 tonn, en var í fyrra 2.710 tonn. Hins vegar mun inn- flutningurinn þann 31. desember til Italíu nema svipuðu magni frá Islandi allt árið 1964 eins og hann var 1963, eða um 3.000 tonn, en opinberar skýrslur eru ekki fyrir hendi. Þessi aukni útflutningur á skreið frá Islandi til Italíu hefur orðið vegna minnk- andi framleiðslu í Noregi á Italíu-hæfri

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.