Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1965, Síða 19

Ægir - 15.01.1965, Síða 19
ÆGIR 13 REGLUGERÐ UM FERSKFISKEFTIRLIT Hinn 9. desember 1964 gaf sjávarútvegsmála- ráðuneytið út breytingar á 23. og 24. gr. reglu- gerðar um ferskfiskeftirlit. Þar sem um mikil- vægar breytingar er að ræða er öll reglugerðin birt hér á eftir. I. KAFLI Búnaður fiskiskipa. 1. gr. Alla innviði í lestum fiskiskipa skal mála eða lakkbera fyrir hverja vetrarvertíð og einnig áður en sumarveiðar hefjast. Sé ástæða til, geta eftir- litsmenn krafizt, að lestar séu málaðar oftar. Aður en lestar eru málaðar, skal þess gætt, að innviðir þeirra séu hreinir og vel þurrir, laus- ir við slagvatnsskemmdir, súr eða ýldu eða aðrar skemmdir. 2. gr. Afturþil og framþil lesta skulu vera þétt og vel einangruð til þess að koma í veg fyrir hitun frá íbúðum skipshafnar eða vélarúmi. 3. gr. Fiskiskip, sem hafa dýpri lest en 125 cm mælt frá lestargólfi að þilfarsbita, skulu hafa hillur. Bil á milli hillna í fiskstíum skulu vera sem hér segir: Frá botni að neðstu hillu ekki meira en 125 cm í bátum, en 90 cm í botnvörpuskipum. Milli hillna ekki meira en 45 cm bæði í bátum og botnvörpu- skipum. Eftirlitsmenn geta í samráði við for- stöðumann Ferskfiskeftirlitsins, veitt bátum, sem hafa 200—225 cm djúpa lest, undanþágu frá að hafa tvær hillur. 1 miðlest báta skulu hillur vera það margar, að bilið frá botni að neðstu hillu og milli hillna verði ekki meira en 80 cm. 1 botnvörpuskipum skulu samsvarandi bil í neðri miðlest (,,undirsteis“) ekki vera meiri en 90 cm. Þó má veita undanþágu frá þessu ákvæði, ef sér- staklega stendur á. Fiskiskip, sem stunda síldveiðar, skulu hafa a. m. k. eina hillu í stíu. 4. gr. Ef lestarborð fiskiskipa eru úr tré, er skylt að hafa tvo ganga af borðum, og ber að skipta um eftir þörfum. 5. gr. Skylt er að hafa síuútbúnað í gólfi, þannig að blóðvatn geti runnið óhindrað niður í kjalsog skipsins. Ef skip þarf að hafa lausa kjölfestu í fisklest, skal nota til þess salt eða annað, sem að dómi eftirlitsmanna er jafngott. 6. gr. Góð loftræsting skal vera í fisklest, þar má ekki geyma neitt, sem valdið getur skemmdum á fiski. 7. gr. Þilfar skal vera þannig, að tryggt sé, að fisk- ur verði ekki fyrir skemmdum. Þilfarsstyttur (pollar) og skilrúm á þilfari skulu vera máluð. 8. gr. Opnir bátar, svo og bátar, sem hafa fisk á þil- fari, skulu hafa ábreiður, sem breiða skal yfir fiskinn til þess að verja hann sólskini, frosti eða öðrum skaðlegum áhrifum. 9. gr. Á fiskiskipum er skylt að hafa rennur eða ann- an útbúnað til þess að verja fisk mari, þegar hann er látinn í lest. 10. gr. Sé öllum framangreindum skilyrðum fullnægt, gefur Ferskfiskeftirlitið út hæfnisvottorð og af- hendir það eiganda eða skipstjóra hlutaðeigandi skips. Hæfnisvottorð skal afturkalla, ef lestar eða annar búnaður fer úr lagi. II. KAFLI Löndun afla og flutningur í fiskmóttökuhús. 11. gr. Löndun afla úr fiskiskipi má aðeins framkvæma með búnaði, viðurkenndum af Ferskfiskeftirlitinu. 12. gr. Tæki til fiskflutninga skulu vera hrein og þannig gerð, að fiskur merjist ekki eða skemm- ist á annan hátt. Sé fiskur fluttur milli verstöðva skal ætíð nota yfirbreiðslur. Framh. á bls. 17.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.