Ægir

Volume

Ægir - 15.01.1965, Page 23

Ægir - 15.01.1965, Page 23
ÆGIR 17 Reglugerð um ferskfiskeftirlit Framh. af bls. 13. III. KAFLI Fiskmóttökuhús og aögerðarhús. 13. gr. í fiskmóttökuhúsum og aðgerðarhúsum skulu gólf vera steinsteypt eða gerð úr öðru efni, sem Ferskfiskeftirlitið viðurkennir. Ekki má geyma ferskan fisk í fiskgeymslu, nema vatn geti óhindrað runnið undan honum. Gólf skulu vera slétt og þeim halla að niðurfalli. Engar sprungur eða holur mega vera í gólfinu, en ef þær myndast má ekki geyma fisk á þeim stað, þar til viðgerð hefur farið fram. 14. gr. Veggir í fiskmóttökuhúsum og aðgerðarhús- um skulu vera sléttir, vatnsþéttir og með ljósum lit upp í tveggja metra hæð. Fyrir framan akdyr á fiskmóttökuhúsi skal vera steypt stétt, að minnsta kosti 4 m breið, með niðurfalli. 15. gr. Góð loftræsting skal vera í fiskmóttökuhúsum, og má ekki geyma þar neitt, sem valdið getur skemmdum á fiski. Fiskmóttökuhús skulu þannig gerð, að sól geti ekki skinið á fiskinn. 16. gr. Nægilegt hreint rennandi vatn eða sjór skal vera í hverju fiskmóttökuhúsi til hreinsunar á fiski, húsum og áhöldum. 17. gr. í fiskmóttökuhúsum má hámarkshæð á fiskbing ekki vera meira en 65 cm. Skylt er að hafa tvo ganga af skilrúmsborðum í fiskmóttökuhúsum, ef borðin eru úr tré, og ber að skipta um eftir þörfum. 18. gr. Aðgerðarborð skulu vera gerð úr vel samsett- um, plægðum viði eða öðru efni, sem Ferskfisk- eftirlitið viðurkennir og laus við slagvatns- skemmdir, súr og ýldu. 19. gr. Sé öllum skilyrðum 2. og 3. kafla fullnægt, lætur Ferkfiskeftirlitið í té hæfnisvottorð og af- hendir það eiganda hlutaðeigandi vinnslustöðvar. Hæfnisvottorð skal afturkalla, ef búnaður fer úr lagi. IV. KAFLI Meðferð afla í fiskiskipi. 20. gr. Fisk má ekki stinga annars staðar en í haus- inn. Varast skal hverja þá meðferð á fiski, sem getur marið hann eða skemmt á annan hátt. 21. gr. Allan fisk skal blóðga þannig, að skorið sé á hálsæðar báðum megin, um leið og hann er inn- byrtur. Gildir þetta einnig um dauðan fisk. Verði því við komið, skal láta fiskinum blæða út, áður en hann er settur í lest. Karfi er undanþeginn ákvæðum þessum. 22. gr. Fiski, sem er dauður við blóðgun, skal haldið algerlega aðgreindum frá öðrum fiski. Einnig skal halda þeim fiski aðgreindum, sem ekki er hæfur til manneldis. 23. gr. Sé veiðiskip lengur í veiðiför en 24 klst., skal slægja allan fisk og þvo strax og honum hefur blætt út. Taki veiðiför skemmri tírr.a, skal slægja allan fisk, sem veiddur er á tímabilinu 20. maí til 15. september, svo og allan fisk, sem veiddur er í nót eða vörpu á hvaða árstíma sem er. Á tíma- bilinu 15. september til 20. maí er heimilt að koma með óslægðan fisk að landi sé hann veidd- ur í önnur veiðarfæri en nót eða vörpu og aflan- um landað daglega. Þess skal vel gætt við þvott, að ekki sé skilið eftir í kviðarholi leifar af lifur, innyflum, æti eða blóði. Fisk skal slægja þannig, að ekki sé skorið fram úr lífodda. 24. gi’. Strax eftir slægingu og þvott skal allur fiskur ísaður rægilega með hreinum ís og lagður þannig að kviðarhol snúi niður. Sé um lengri veiðiför að ræða, skal skráð á eyðublað, hvar og hvenær fiskurinn er látinn í stíu, og skal afhenda eyðublaðið eftirlitsmanni við löndun. V. KAFLI 4 Meðferð afla við löndun og í fiskmóttökuhúsi. 25. gr. Fisk má ekki stinga nema í hausinn. Varast skal hverja þá meðferð, sem getur marið fiskinn eða skemmt hann á annan hátt.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.