Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 24

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 24
18 ÆGIR 26. gr. Þegar fiski er landað óslægðum skal slæging og þvottur hefjast jafnskjótt og fiskurinn kemur í aðgerðarhús. Við flutning afla á ákvörðunarstað skal gæta fyllsta þrifnaðar og varúðar, þannig að fiskur- inn merjist ekki eða skemmist á annan hátt. Sér- staklega gildir þetta, ef um er að ræða flutning milli verstöðva, og skal þá nota yfirbreiðslur. 27. gr. Allur fiskur skal þveginn vandlega úr hreinu vatni eða sjó strax eftir slægingu. Skal þess vel gætt, að ekki séu eftir í kviðarholi leifar af lifur, innyflum, æti eða blóði. Aðrennsli þvottavatns skal vera svo mikið, að það litist ekki verulega við þvottinn. 28. gr. Sé fiskur ekki tekinn strax til vinnslu, skal ísa hann nægilega. VI. KAFLI Þrif um borð i fiskiskipi og i landi. 29. gr. Vatn og sjór, sem notaður er til þvotta á fiski, fisklestum, löndunar- og flutningatækjum, fisk- móttöku- og aðgerðarhúsum, skal fullnægja þeim hreinlætiskröfum, sem almennt eru gerðar til neyzluvatns. 30. gr. 1 fiskiskipum, sem landa afla daglega, skal að löndun lokinni þvo vandlega lest og lestarborð. Einnig skal þvo þilfar og skilrúm á þilfari. Enn fremur skal hreinsa lest og lestarborð með viður- kenndu gerileyðandi efni að minnsta kosti viku- lega, en oftar, ef þörf krefur. 31. gr. í fiskiskipum, sem ekki landa afla daglega, skal taka öll lestarborð upp á þilfar og þvo þau og bursta vandlega eftir löndun. Lestin skal vand- lega þvegin og úðuð með viðurkenndu gerileyðandi efni. 32. gr. Öll löndunar- og fiskflutningatæki skulu vera hrein. Bifreiðapalla skal þvo vandlega, eftir að fisk- flutningi er lokið, og enn fremur, ef bifreiðin hefur verið notuð til flutninga á úrgangi eða öðru, sem skaðleg áhrif getur haft á gæði fisksins. 33. gr. Fiskmóttöku- og aðgerðarhús ásamt öllum áhöld- um skulu þvegin vandlega, eftir að aðgerð og vinnslu er lokið. Vikulega skal hreinsa þau með viðurkenndu gerileyðandi efni, en oftar ef þörf krefur. 34. gr. Hvar sem verður vart við slagvatnsskemmdir, súr eða ýldu í viði, þar sem fiskur er geymdur, skal hinn gallaði viður tafarlaust endurnýjaður. VII. KAFLI Ferskfiskmat, 35. gr. Mat á ferskum fiski skal framkvæma við lönd- un. 36. gr. Netafiskur er því aðeins matshæfur, að hann hafi verið flokkaður í fiskiskipi samkvæmt 22. gr. og ísvarinn fiskur þarf að vera skráður eftir veiði- dögum, sbr. 24. gr. Ferskfiskeftirlitið metur ferskan fisk í þrjá aðalflokka eftir gæðum, þannig: 1. fl. Fiskur, hæfur í alla matvælaframleiðslu. 2. fl. Fiskur, sem ekki er hæfur til frystingar, en hæfur til verkunar í lægri gæðaflokka saltfisks og skreiðar. 3. fl. Óvinnsluhæfur fiskur, t. d. fiskur, sem ber merki um súr eða ýldu eða er mork- inn úr netum. Meta má í fleiri flokka, ef verðlagsgrundvöllur eða aðrar ástæður gefa tilefni til. Fiskmatsráð gefur eftirlitsmönnum fyrirmæli um nánari skilgreining flokkanna. 38. gr. Ferskfiskmat má framkvæma eftir aðstæðum og samkvæmt samkomulagi hlutaðeigandi aðila. T. d. má meta aflann í gæðaflokka, um leið og honum er skipað upp. Einnig má taka ákveðið sýnishorn af hverjum bifreiðafarmi, þegar hann kemur í hús. Hver fiskur sýnishornsins er þá metinn, og ræður niðurstaðan, í hvaða gæðaflokk aflinn fer. Ef um netafisk er að ræða, er hver flokkur (sbr. 22. gr.) metinn fyrir sig, og skal eftirlits- maður fylgjast með, að flokknum sé haldið að- greindum. Þegar landað er ísvörðum fiski, getur eftirlits- maður stuðzt við skraðan aldur fisksins, en aldur- inn einn sker ekki úr um gæðaflokk. 39. gr. Hverjum bifreiðafarmi af fiski, sem metinn er við uppskipun, skal fylgja kvittun frá eftirlits- manni með matsniðurstöðum hans. Kvittun þessa skal festa við vigtarseðil hlutaðeigandi skips. 40. gr. Viðtakandi í vinnslustöð skal gæta þess, að kvittun eftirlitsmanns fylgi fiskinum, og ber honum að halda gæðaflokkum aðskildum. 41. gr. Telji eftirlitsmaður, að meðferð aflans í fisk- móttökustöð hafi verið ábótavant og ekki í sam- ræmi við framangreindar reglur, hefur hann vald til að stöðva vinnslu aflans.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.