Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 25

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 25
ÆGIR 19 42. gr. Starfsmönnum Ferskfiskeftirlitsins er heimilt að fara um borð í öll fiskiskip og á hvern þann stað, þar sem fiskur er unninn. Einnig er þeim heimilt að taka sýnishorn af afla og athuga þau, og ber fiskkaupanda að veita aðstoð við þá at- hugun, ef þess er óskað. 43. gr. Hægt er að skjóta ágreiningi, sem kann að rísa um störf eftirlitsmanna, til yfireftirlits- manns og framkvæmdastjóra Fiskmatsráðs. VIII. KAFLI Ýmis ákvæði. 44. gr. Fiskvinnslustöðvum er óheimilt að taka fisk til vinnslu til manneldis úr fiskiskipum, sem ekki hafa gildandi hæfnisvottorð Ferskfiskeftirlitsins. Fiskverkanda ber að gæta þess, að fiskur, sem hann tekur til vinnslu, sé veiddur af skipum, sem hafa hæfnisvottorð. 45. gr. Framleiðsla sjávarafurða til manneldis er bönn- uð í fiskvinnslustöðvum, sem eigi hafa gildandi hæfnisvottorð. 46. gr. Með brot gegn reglugerð þessari skal farið að hætti opinberra mála, og varða brot sektum. Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 5. gr. laga nr. 42 9. júní 1960, um ferskfiskeftir- lit, til að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Jafnframt falla úr gildi II. og III. kafli reglu- gerðar nr. 35 15. marz 1956, um fiskmat. Frá Verðlagsráði sjávarútvegsins Síldarverð Með tilvísun til laga nr. 97/1961, hefur Verð- lagsráð sjávarútvegsins ákveðið eftirfarandi lág- marksverð á fersksíld, sem veidd er á Norður- og Austurlandssvæði þ. e. frá Rit norður um að Hornafirði. Verð þessi gilda frá og með 9. des- ember 1964 þar til öðruvísi verður ákveðið. Síld, sem veiðist á veiðisvæðinu og söltuð er og afhent upp í samninga, er Síldarútvegsnefnd hef- ur gert eða mun gera um Suðvesturlandssíld, greiðist þannig: a. pr. kg..........„........ kr. 1.70 Verð þetta miðast við það magn, er fer til vinnslu. Vinnslumagn telst innvegin síld, að f rádregnu því magni, er vinnslustöðvarnar skila í síldarverksmiðjur. Vinnslustöðvarnar skulu skila úrgangssíld í verksmiðjur seljendum að kostnaðarlausu, enda fái seljendur hið aug- lýsta bræðslusíldarverð. Þar sem ekki verður við komið að halda afla báta aðskildum í síldarmóttöku, skal sýnishorn gilda sem grundvöllur fyrir hlutfalli milli síldax til framangreindrar vinnslu og síldar til bræðslu milli báta innbyrðis. b. pr. kg.....................kr. 1.55 Verð þetta miðast við innvegið magn, þ. e. síldina upp til hópa. Sé síldin flutt til verkunar annars staðar eða til útlanda, skal greiða fyrir þá síld kr. 1.55 pr. kg. upp til hópa. Að öðru leyti gilda þau verð, sem ákveðin voru á s. 1. sumri, sbr. tilkynningar ráðsins nr. 5 og 7 1964, þar til næsta verðlagning fer fram. Reykjavík, 8. desember 1964. Útgeröarmenn — Skipstjnrar! LUDVIG STORR Tæknideild sími 1-1620 AUTKONICA TRANSISTOR SPENNUSTILLAR fyrir bátadynamóa 24 V. — 110 V. — 220 V. HALDA SPENNUNNI STÖÐUGRI Viðgerðarþjónusta: RAFVÉLAVIRKINN Nýlendugötu 21a, sími 2-3089 Einkaumboð fyrir T*z! UTRDNIC — TRONDHEIM----- n s j ¦

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.