Ægir

Árgangur

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 33

Ægir - 15.01.1965, Blaðsíða 33
ÆGIR 27 Erlendar fréttir „_______* Frá IXÍoregi Beztl iKirski li:"i (iniiui niií'H 30000 hl. NiSurstöSutölur frá síldveiðum Norðmanna við ísland í ár liggja nú fyrir. Heildaraflinn var'ð 930756 hl., eða næstum 4000 hl. minni en áriS áður. 89 bátar voru með afla frá 116 hl. upp í 30404 hl., meðalafli á bát varS 10823 hl. í fyrra var meðalaflinn aðeins 7411 hl., þrátt fyrir meiri heildarafla, þar sem þátttaka í vciSunum var þá miklu meiri. Hins vegar varð meðalaflinn 12457 hl, árið 1962. Mestan afla í ár hafSi „Fisk" frá Haram, 30404 hl. Það kemur í Ijós í skýrslunum, að aSeins 6 bátar/ fengu yfir 20000 hl. í ár, 18 bátar fengu 15—20000 og 19 bátar 10—15000 hl. Flestir bát- ar voru í aflaflokknum 5—10000 hl., eSa alls 26, en 20 bátar fengu minna en 5000 hl. (Piskaren). Fara norsklr IfnuvetSarar til l'iskveifia I hitnlieltinu? ' I Línuveiðarar með frystiútbúnaSi, sem eiga upp- runa sinn í Noregi, en njóta vinsælda í Færeyj- um, virðast stöSugt vera að vinna á. Skip þessi voru fyrst á lúðuveiSum í norSvestanverðu At- lantshafi, en fóru síSan að veiða hámeri viS norð- austurströnd Ameríku. Nú horfa norskir skipaeigendur lengra fram á veginn. Sum nýjustu skipin eru einnig útbmn fyrir hringnótaveiSar á síld yfir vetrarmánuSina. Volstad Senior, 152 feta skip, smíðað árið 1963, var búiS hlífðarþilfari, sem náði frá yfirbygg- ingu aftur aS skut. Línurnar eru dregnar og fisk- urinn tekinn um borS frá palli á aðalþilfarinu stjórnborðsmegin, og fiskurinn er unninn undir hlífðarþilfarinu. Þetta skip og önnur hafa einnig hitastillikerfi og nægilegt frystirými til þess að athafna sig á hitabeltissvæðum. Möguleiki er á aS koma fyrir flökunarvélum eSa öSrum fisk- vinnsluvélum í skjólrýminu milli þilfaranna tveggja. Norskar skipasmíSastöðvar hafa nýlega hleypt af stokkunum þremur línuveiðurum meS frysti- íitbúnaði, sem ætlaSir eru til hámeraveiða. Fer einn til Færeyja, en hinir tveir eru smíÖaðir fyr- ir norska útgerSarmenn. Stærstur þessara línuveiðara er Leihur, 140 feta langur, sem smíðaSur er í Söviknes Verft A/S í Syvikgrend fyrir Ole Jakub Jensen í Thorshavn, Færeyjum. Hann er svipaður Volstad Senior að því er viðkemur þilfarsútbúnaði og getur fryst átta lestir af fiski á 18 klukkustund- um við -^-45° C. Fiskurinn er síSan geymdur í 25°C. frosti í aSalgeymslurýminu, sem tekur um 230 lestir af hámeri eða 280 lestir af frystri síld í blokkum. Áhöfnin getur veriS 28 manns, og eru mannaíbúðir aftur á, en á hámeraveiðum er að- eins 14 manna áhöfn. Vélin í Leik er 7-strokka June Munktell Diesel, 770 hestöfl. Hraði í reynslu- för var 12 mílur. A skipinu er ennfremur kraft- blökk fyrir hringnót. Anna 0 er smíSuð í Brattvaag fyrir Ola Otter- lei, Ekkilsöy. Hún er 138 feta löng, breiddin 26,3 fet og brúttólestatalan 366. Auk línuútbúnaðar er á skipinu kraftblökk fyrir hringnót og hliS- arnar eru styrktar, svo að hægt er aS breyta því í togara. Hægt er aS frysta 14 lestir af fiski á dag. ASalaflvél er Wiehmann 800 hestöfl, og hraði í reynsluför reyndist 13 mílur. Klefar eru ýmist með einni, tveimur eSa fjórum kojum, og ætlaSar 23ja manna áhöfn. I borðsalnum er m.a. sjónvarpstæki. Sagt er, að í þessu skipi sé stærsti fiskriti, sem nokkurn tíma hefur verið settnr í norskt fiskiskip. ÞriSji línuveiSarinn, sem hleypt verður af stokkunum innan skamms í Gerh. Voldnes A/S Skibsbyggeri, er Bembakk, smíSaður fyrir Alfred Kemöy og Johannes Bakke í Fosnavaag. Kostn- aðurinn viS skipiS, sem búið verður tækjum til að frysta allan aflann, verSur um 11 millj. króna. Seinna á að setja kraftblökk og fiskrita í Eembakk. Stærðin er 122x25x12 fet, og eru möguleikar á að Iengja skiDÍS síSar. Til að fá sem mest geymslurými fyrir frysta fiskinn, hafa allar frystivélarnar verið settar niSur á þilfari, og þannig hæat að geyma 140 lestir af fiski við 25°C. frost. í Rembakk er 780 hestafla Normo dieselvél, og auk þess tvær hiálparvélar af Volvo- penta gerð, og knýr önnur þeirra frvstirafalinn. (World Flshlng:). TeitSurfærafitflutnlngur NorVmanna. Samkvæmt upplýsingum frá sambandi norskra veiSarfæraframleiSenda fer eftirspurn eftir norsk- um veiðarfærum sívaxandi. Þau hafa raunar ver- ið útflutningsvara í mörg ár, en það er nú fyrst á síðastliðnu ári. aS þau eru orSin stór liSur í íitflutningnum. Árið 1962 voru flutt út veiðar- færi fyrir 4—5 millj kr,, en árið 1963 fyrir 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.