Ægir

Volume

Ægir - 15.01.1965, Page 34

Ægir - 15.01.1965, Page 34
28 ÆGIR millj. kr., og allt bendir til þess aS sú þróun lialdi áfram. Helztu viöskiptalöndin eru Island, Færeyjar, Perú og Chilc. Miklir möguleikar vir'Sast einnig fyrir hendi í SuSaustur-Asíu, einkum á PilipjDS- eyjum. Mest er flutt út af hringnótum. Saman- borið við Bandaríkin eru norsku veiðarfærin vel samkeppnisfær með verS, en öllu óliagstæSari verSur samanburðurinn við Japan. Þó eru menn bjartsýnir á, að takast megi að jafna metin. GóS síldarvertíö átti drýgstan þáttinn í að auka veið- arfærasöluna innanlands. (Information iiber die Fishwirtschaft). Frá Bretlandi Sjftlfstýrt olfuskiji. Draumurinn um smíSi hins fullkomlega sjálf- virka skips hefur færst allmiklu nær veruleikan- um, þegar brezka fyrirtækið Richardsons West- garth Ltd. hefur lokið viS gerð einhvers full- komnasta stjórn- og vélbúnaðar fyrir skip, sem nú er völ á. Fyrirtækiö hefur teiknað og smíðað fjarstýrð stjórntæki fyrir túrbínuvélar olíuskips- ins Maracaibo, sem nýlega var hleypt af stokkun- um í Belfast. Þetta skip er eign Texaco-olíufé- lagsins og er 90000 lestir aS stærð. Það verður fyrsta skipiS í heiminum meS sjálfvirkt vélbún- aðarkerfi, en það tryggir vélinni beztu fáanleg vinnsluskilyrði. Sjálfvirknin í brú Maracaibo gerir óþarfan hinn mjög svo tafsama síma í vélarúminu. Slíkt fyrirkomulag um borð, ef borið er saman viö sjálfvirkan siglingarútbúnaS, gefur manni hug- mynd um skip, sem siglir hratt og örugglega, jafnvel þótt enginn maöur sé á st.jórnpalli. Skipaeigendur víða um heim hafa látið í ljós mikinn áhuga á útbúnaSi Maracaibo, en þar sem túrbínuvélar eru fremur á undanhaldi, mun á- herzlan í framtíSinni verða lögð á diesel-vélar skipa. (International Management). Escher Wyss skiptiskrúfan er þekkt fyrir gæði. Útgerðarmenn, talið við okkur áður en þér festið kaup annars staðar. Veitum verkfræðilega aðstoö. Umboðsmenn ESCHER WYSS á íslandi: Jötunn hf. Hringbraut 119, Reykjavík. Sími 2-05-00 ÆGIR rit Fiskifélags íslands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er kringum 450 síður og kostar 100 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslu- sími er 10501. Pósth. 20. Ritstj. Davíð Ólafsson, Prentað í ísafold.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.