Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1965, Blaðsíða 10

Ægir - 15.02.1965, Blaðsíða 10
60 ÆGIR raunar skilað aftur til fyrri eigenda, þar sem kaupandi fékk ekki innflutningsleyfi fyrir skipinu í Færeyjum. B/v Hrímbak og b/v Apríl var lagt endanlega á árinu, en höfðu áður verið í samfelldum rekstri, enda stóð fyrir dyrum dýr flokkunarvið- gerð á báðum þessum skipum. Ólíklegt verður að telja, að þessi skip verði fram- ar gerð út hérlendis a.m.k. Eins og kunnugt er háir það mjög tog- araútgerðinni, hversu mikinn mannfjölda þarf að hafa á togurunum vegna vöku- laganna frá 1956. Togararnir eru einu ís- lenzku fiskiskipin, sem verða að lúta lög- um í þessu efni, en á öðrum skipum er þetta samningsatriði milli sjómanna og útvegsmanna sjálfra og þar hefir það stöðugt verið krafa sjómanna að fækka skipverjum og eru þeir þar með tilbúnir að leggja á sig aukna vinnu, sem leiðir til betri hags beggja aðila. Þetta væri líka vel hægt að gera á togurunum og sézt það bezt á því, að Bretar hafa aðeins 20 menn og Þjóðverjar 24 menn á þeim togurum sínum, sem eru sambærilegir við togara okkar. Sannar þetta nauðsyn þess að breyta vökulögunum, þannig að hásetum verði tryggð 8 klst. lágmarkshvíld á sól- arhring á ísfiskveiðum í stað 12. Enginn vafi er á því, að eins og aflabrögð eru nú og hafa verið lengi undanfarið, myndu hásetar eftir sem áður hafa meiri hvíld á sólarhring en 12 klst. og verður það ljósara þegar litið er á það, sem á er bent hér að framan, að á s.l. ári er meðaJ- afli á úthaldsdag tæplega 7,1 tonn á sól- arhring og karfinn, sem er rúml. 37 % af heildaraflanum er ekki einu sinni slægður. Eins og ég benti á í síðustu áramóta- grein (Ægir 1964, 3 tbl.) fæst ekki fram- tíðarlausn á vandamálum togaranna, nema m.a. með því að togararnir fái á ný heimild til að veiða hér við land á sín- um gömlu hefðbundnu veiðisvæðum. sem byrjað var að skerða með útfærslu fisk- veiðitakmarkanna 1950. Nú er svo komið, að 12 mílna fiskveiði- lögsagan er orðin kvaðalaus af hálfu út- lendinga og er því tímabært að gera nú sem allra fyrst ráðstafanir til að allir ís- lendingar njóti sama réttar til að hag- nýta hana, jafnt togararnir sem önnur veiðiskip, enda er hún sameign allra landsmanna. Það er staðreynd, að botn- varpan gengur ekki nær fiskstofninum en önnur þorskveiðarfæri, sem hér eru notuð að undantekinni línu. Sjái ríkisvaldið sér ekki fært að verða við þessari réttmætu kröfu togaraútgerð- arinnar, er óhjákvæmilegt, að henni verði bætt það að fullu. Mótornámskeið Mótornámskeið Fiskifélags Islands hóf- ust 1. október s.l. á eftirtöldum stöðum. Hið minna námskeið í Reykjavík og á Akureyri. Ennfremur hið meira mótor- námskeið, sem haldið er í Reykjavík. Hinu minna námskeiði á Akureyri lauk 20. janúar. Námskeiðið sóttu 21 nemandi og luku allir prófi. Hæstu einkunn hlaut Eiríkur Kristinn Sævaldsson frá Ólafsfirði, 46V3 stig, með- aleinkunn 7.72, sem er ágætiseinkunn (hæsta eink. 8). I prófinu hlutu 5 menn ágætiseinkunn, 5 fyrstu einkunn, 8 aðra einkunn og 3 með þriðju einkunn. Námskeiðinu á Akureyri veitti forstöðu Símon Þ. Símonarsson, vélstjóri frá Reykjavík. Hinu minna námskeiði í Reykjavík lauk 21. janúar. Nemendur voru 34 að tölu. Prófi luku 33. Hæstu einkunn hlaut Finnbogi Gísli Sigurðsson frá Hafnarfirði, 47 stig, með- aleinkunn 7.83, sem er ágætiseinkunn. I prófinu hlutu 8 menn ágætiseinkunn, 10 fyrstu einkunn, 12 aðra einkunn og 3 þriðju einkunn. Hið meira mótornámskeið stendur yfir til loka aprílmánaðar. Magnús J. Magnússon. LEIÐRÉTTING. Rétt þykir að benda á, að í grein Sveins Bene- diktssonar í síðasta blaði féll niður orð. Á bls. 36, fyrra dálki, 12 línu a.o. vantar orðið „meðal- verð“ á eftir £ 60-7-0 cif. 1

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.