Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1965, Blaðsíða 6

Ægir - 01.03.1965, Blaðsíða 6
72 ÆGIR Togskipin Björgvin og Björgúlfur, sem hafa verið á togveiðum undanfarin ár á vertíðinni og lagt afla sinn upp hér, munu nú fara á netaveiðar, þar sem frekast er aflavon, og má því búast við að þau leggi afla sinn upp að mestu leyti á öðrum ver- stöðvum. Smábátaútgerð hér fer ört minnkandi vegna aflaleysis. Það mun vart verða hjá því komizt að leyfa dragnóta- veiði á komandi sumri. Akureyri. Héðan róa nokkrir opnir bát- ar með línu og færi og net. Afli var treg- ur. Einn opinn bátur reri allt síðastliðið ár og fór 280 sjóferðir og aflaði 69,5 lestir, sem skiptist þannig: Þorskur 34,3 lestir, ýsa 28,6 lestir, annar fiskur 6,6 lestir. Lifur 2.092 lítrar. 1 janúar var landað hjá K.E.A. 28,6 lestum af þorski og ýsu, þar af frá bátum á Grenivík 23,3 lestum. 011 stærri skip héð- an voru á síldveiðum, nema Snæfell, sem var í viðgerð hér. Togarar Ú.A. sigldu með aflann í jan. og fengu gott verð. Grímsey. Héðan eru mjög óverulegar aflafréttir, 2 bátar komust þrisvar á sjó í jan. og öfluðu 600 kg. Aflaleysi og ógæftir. Nú eru menn að búa sig undir grásleppuveiðina, sagt er að verðið fyrir hrognin verði betra en verið hefur. Húsavík. Árið 1964 tók Fiskiðjusamlag Húsavíkur á móti 4,585 lestum af f iski, sem skiptist þannig: Þorskur 1,776 lestir, ýsa 1,474 lestir, ufsi 1,104 lestir og annar fisk- ur 231 lest. Áberandi er hvað þorskaflinn hefur minnkað frá ári til árs, 1963 var hann 2,810 lestir og 1962 3,720 lestir. 1 janúar 1965 reru 8 dekkbátar og nokkrar trillur og öfluðu 186,3 Iestir. Slæmar gæftir og tregur afli. AUSTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR í janúar 1965 1 mánuðinum voru ekki stundaðar þorsk- veiðar að ráði í fjórðungnum, nema á Hornafirði. Sumir stærstu bátarnir voru á síldveiðum. Flestir hinir stóru bátarnir voru ýmist farnir eða í þann veginn að fara til Vestmannaeyja eða Grindavíkur á vertíðina. Gæftir voru slæmar í mánuð- inum, en afli nokkuð góður, þegar gaf á sjóinn. Nokkuð hefur verið um eigenda- skipti á bátum að undanförnu og munu flestir þar sem svo stendur á hafa í huga að fá aðra báta stærri í stað þeirra, sem þeir hafa látið og lítur út fyrir, að stór- um bátum muni heldur f jölga í f jórðungn- um og er það sjálfsagt áhuginn á síld- veiðum sem þar veldur mestu. Helzt lítur út fyrir að útgerð á litlu þilfarsbátunum og opnu vélbátunum sé að leggjast niður að mestu leyti nema þá að gripið verði til þeirra ef atvinna skildi verða eitthvað stopulli við síldina en verið hefur undan- farin misseri. Djúpivogur. Þaðan var Sunnutindur á síldveiðum en Mánatindur var til athug- unar og viðgerðar og óvíst hvenær hann kemst á veiðar. Litlu bátarnir hafast ekk- ert að enn, hvað sem seinna kann að verða. Breiðdalsvík. Sigurður Jónsson var á síldveiðum. Önnur útgerð var ekki þaðan. Þangað hafa borizt um 10.000 mál af síld til bræðslu í mánuðinum. StöðvarfjörSur. Þaðan var Heimir á síldveiðum en Kambaröst fór til Vest- mannaeyja til þorskveiða. Talsvert var saltað af síld í mánuðinum og nokkuð fryst. Fáskrúösfjörður. Þaðan var Bára á síld- veiðum en Hoffell var á línuveiðum, en byrjaði ekki fyrr en seint í mánuðinum. Stefán Árnason fór til Vestmannaeyja. Rán og Búðafell hafa verið seld suður á land og Ljósafell til Hornafjarðar. Ekki mun enn vera ráðið hvort eitthvað kemur þangað af stærri skipum í stað þeirra, sem seld hafa verið. Smábátaútgerðin þar er að mestu niðurlögð eins og annars staðar í fjórðungnum síðan þessi mikla síldveiði hófst austanlands með söltun, frystingu og bræðslu á síld á hverri höfn. 23.000 mál hafa borizt í bræðslu í janúar. Tals- vert var fryst af síld og um 1700 tunnur voru saltaðar. Reyðarfjörður. Þaðan voru Snæfugl og Gunnar á síldveiðum en smábátar stunda ekkert sjó. Allmikið hefur borizt af síld

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.