Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.1965, Qupperneq 11

Ægir - 01.03.1965, Qupperneq 11
ÆGIR 77 Akureyri árið 1960 og hefur farið fram öðru hverju síðan. Smásíld, sem notuð er í síldarsardínur hefur aðallega veiðzt í Eyjafirði og einnig á ísafjarðardjúpi, en hún mun vera hér miklu víðar innfjarða. Er full ástæða til að rannsaka hér út- breiðslu og magn smásíldarinnar sérstak- lega, þar sem hér er um að ræða hráefni, er hentar mjög vel til niðursuðu. Það er annars augljóst mál, að síldin hlýtur að verða hér langsamlega þýðingar- mesta hráefnið til niðursuðu og niðurlagn- ingar. Hníga öll rök að því, að síldarniður- suða verði bráðlega stór atvinnurekstur á íslandi. Má segja að það sé viðskiptalanda- fræðilega óhjákvæmilegt að svo verði. Stórt spor í þessa átt er stofnun niður- suðuverksmiðjunnar Norðurstjaman í Hafnarfirði, en hún mun aðallega sjóða niður síld. Er rétt að benda á það, að með stofnun þessarar verksmiðju er farið inn á nijög merkilega braut, sem sé þá að taka höndum saman við erlent niðursuðufyi’ir- tæki, sem ræður yfir miklum markaði og hefur mikla reynslu. Ný verksmiðja í Kópavogi mun einnig ætla að nota þessa aðferð við sölu afurðanna. Er þetta vafa- laust hentug leið fyrir okkur íslendinga nieðan við höfum ekki aflað okkur eigin markaða. Nokkur undanfarin ár hefur verið hér allmikil framleiðsla á sjólaxi, en það eru sneiðar af söltuðum og reyktum upsa, lagð- ar í olíu. Vara þessi hefur mest öll verið Hutt út og langmest til Tékkóslóvakíu. Hefur það aðeins verið ein verksmiðja, Seni framleitt hefur hér sjólax, svo að nokkru nemi, og hafði hún öðlazt mikla Pjálfun í þeirri framleiðslu, þegar hún hætti rekstri fyrir rúmu ári. Orsökin var skyndileg verðlækkun á sjólaxinum í Tékkóslóvakíu, sem verksmiðjan var ekki Hlbúin að mæta vegna ónógs vélabúnaðar. Nú hefur ný verksmiðja hafið hér fram- leiðslu á sjólaxi. Hefur hún sett upp ný- tízku vélasamstæðu fyrir sjólax, og þegar starfsfólkið hefur fengið þjálfun á við það, sem var í eldri verksmiðjunni, þá ætti þessari framleiðslu að vera borgið. Stærstu sjólaxframleiðendumir í heiminum eru Þjóðverjar, enda eru þeir upphafsmenn að framleiðsluaðferðinni og nafni vörunn- ar. Bezta upsann í sjólaxinn fá Þjóðverjar frá Islandi, og kaupa þeir hér jafnan af honum allt, sem þeir geta fengið. Hafa ís- lenzku verksmiðjurnar átt hér í harðri samkeppni, og alltaf orðið að greiða hæsta verð fyrir upsann, vegna eftirspumarinn- ar frá Vestur-Þýzkalandi. Kavíar hefur verið framleiddur hér tií útflutnings í nokkur ár. Kavíar þessi er niðurlögð vara, sem eins og kunnugt er, er gerð úr grásleppuhrognum að þýzkri fyrirmynd. Höfum við aðallega selt þessa vöru til Frakklands, en nú síðast nokkuð til Austur-Evrópu. Meginhlutann af okkar grásleppuhrognum flytjum við annars út söltuð í tunnum, og aðrar þjóðir gera úr þeim kavíarinn. Hér eru því miklir mögu- leikar á meiri kavíarframleiðslu, ef unnt er að ná í stærri markaði. Niðursoðin rækja hefur verið flutt út héðan í mörg ár, og er það verðmætasta niðursoðna varan, sem við flytjum út. Hefur sú framleiðsla farið fram á ísafirði, Bíldudal og Langeyri. Er enginn vafi á því að unnt er að selja miklu meira af þessari vöru en nú er gert. En bæði er það að rækjuveiðin hér er takmörkuð, og mikið af rækju er flutt út hraðfryst. Fiskibollur voru fluttar talsvert út héðan fyrir nokkrum árum aðallega til Finnlands. Eftirspurn eftir fiskbollum er ekki mikil erlendis og fer ekki í vöxt. Svipað er ástatt með fiskbúðing, en hann mundi þó senni- lega henta betur til útflutnings, þar sem meiri matur er í hverri búðingsdós, en í jafnstórri bolludós. Niðursoðin murta hefur verið flutt út héðan í mörg ár og er það mjög verðmæt vara. Hefur hún lengi verið seld öll til Bandaríkjanna, en nú er hún auk þess seld bæði til Þýzkalands og til Frakklands. Virð- ist markaður fyrir hana vera öruggur,

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.