Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1965, Blaðsíða 12

Ægir - 01.03.1965, Blaðsíða 12
78 ÆGIR en hráefnið er sem kunnugt er mjög tak- markað. Þorskhrogn eru nýlega orðin mikilvæg útflutningsvara, niðursoðin. Hófst sú fram- leiðsla í niðursuðuverksmiðjunni á Lang- eyri vorið 1964, og önnur verksmiðja hóf framleiðslu samskonar vöru s.l. haust. Eru hér miklir framtíðarmöguleikar, því að mikið fellur til af þeim þorskhrognum, sem í þessa framleiðslu eru notuð, en það eru hrogn, sem sprungið hafa í meðförum. Verðið á þessum hrognum óunnum hefur verið lágt, en s.l. ár gerðist það að Norð- menn buðu svo mikið í þessi hrogn héðan, að þau hækkuðu stórlega í verði. Hafa Norðmenn um skeið verið og eru enn stærstu framleiðendur á niðursoðnum þorskhrognum, og verða nú að kaupa hrá- efni héðan þar sem þeir hafa ekki nóg sjálfir. Er hér eins háttað og með upsann, sem Þjóðverjar kaupa hér, að erlendir aðil- ar, sem búnir eru að byggja upp sinn niður- suðuiðnað og eiga stórar verksmiðjur, kaupa hráefnið úr höndunum á okkur ís- lendingum svo háu verði, að okkar ungu og smáu verksmiðjur eiga erfitt með að keppa við þá. Hér er þörf opinberra að- gerða til þess að tryggja það að íslenzku niðursuðuverksmiðjurnar fái nægilegt hrá- efni, en standi ekki hráefnislausar vegna yfirboða erlendis frá. En hér er líka þörf aðgerða annars aðila, en það eru niðursuðuverksmiðjurnar sjálf- ar. Eigendur þessara verksmiðja þurfa að bindast samtökum sem allra fyrst. Þeir þurfa að vinna saman bæði í þessu máli og fjölda mörgum öðrum. Þeir ættu að minnast þess, að sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Þá mun vikið nokkuð að rannsókna- og tilraunastarfsemi fyrir niðursuðuiðnaðinn hér á landi. Gerladeild Rannsóknastofu Fiskifélags Islands hefur undanfarið haft eftirlit með þeim niðursuðuvörum, sem fluttar eru út frá Islandi. Auk þess hefur deildin eftir mætti aðstoðað þær niður- suðuverksmiðjur, sem til hennar hafa leit- að. Hefur deildin átt þátt í því að finna út aðferðir við framleiðslu nokkurra teg- unda af niðursuðuvörum. Þannig vann hún á sínum tíma að því ásamt hlutaðeigandi framleiðanda að búa út uppskrift að kaví- arnum, og á síðastliðnu ári vann hún einnig að því með hlutaðeigandi framleiðanda að búa út uppskriftina að niðursoðnum þorsk- hrognum. Gerladeildin hefur nú fengið mjög bætta aðstöðu til þess að gera niður- suðutilraunir og hefur nú nokkrar vöru- tegundir á prjónunum, sem eru nýjar hér á Islandi. Má þar nefna niðursoðna þorsk- lifur, bæði eina sér og í tómat, pöstu úr þorsklifur og þorskhrognum saman, reykt- an háf bæði í olíu og tómat, krækling í smjöri, humar í eigin soði og súpu úr kúfiski, ennfremur hefur verið prófuð notkun á humarklóm í sósu o. fl. Það skal sérstaklega tekið fram að öllum þeim nið- ursuðuverksmiðjum hérlendis, sem áhuga hafa er heimill aðgangur að öllum þeim nið- urstöðum, sem við höfum komizt að, og geta fengið sýnishorn af flestum þeim vörutegundum, sem hér voru taldar. Þetta nær þó ekki til þeirra upplýsinga, sem við höfum fengið frá einstökum niðursuðu- verksmiðjum í sambandi við þeirra eigin framleiðslu. Eitt af því, sem staðið hefur íslenzkum niðursuðuiðnaði fyrir þrifum er skortur á mönnum með sérþekkingu í niðursuðu. Nú er ástandið í þessum efnum að batna. I fyrsta lagi þjálfast það fólk, sem haft hefur og hefur nú fasta vinnu við niður- suðuverksmiðjurnar hér á landi. I öðru lagi lærist mikið af þeim erlendu sérfræðing- um, sem hingað koma erlendis frá í sam- bandi við uppsetningu nýrra verksmiðja eða framleiðslu sérstakra vörutegunda fyr- ir erlend sölufyrirtæki. Og í þriðja lagi þá hefur loksins tekizt að koma íslenzk- um lærlingum í erlendar niðursuðuverk- smiðjur í lengri tíma. Voru það Vestur- Þjóðverjar, sem tóku á móti þessum lær- lingum. Hafa nú 7 íslenzkir lærlingar verið eitt ár við nám í niðursuðu í Cuxhaven, en

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.