Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1965, Blaðsíða 13

Ægir - 01.03.1965, Blaðsíða 13
ÆGIR 79 sú borg er ein sú þekktasta í Þýzkalandi fyrir niðursuðu á fiski. Þrír þessara ungu manna ætla að halda áfram skólanámi í Vestur-Þýzkalandi, en fjórir komu heim um áramótin og eru þrír þegar byrjaðir að starfa hér í sinni grein. Er enginn vafi tilefni til. á því, að þessir sjömenningar flytja hing- að til lands mikla þekkingu í niðursuðu og niðurlagningu fiskafurða. Að öllu þessu samanlögðu er það því sýnilegt, að eftir fá ár þá höfum við hér álitlegan hóp Is- lendinga, sem fengið hefur staðgóða þekk- ingu og reynslu í niðursuðu. Hér hefur eingöngu verið talað um nið- ursuðu á fiski og fiskafurðum. En niður- suða á kjöti og kjötmeti á líka framtíð á fslandi, þó að aldrei geti sú framleiðsla jafnast á við fiskniðursuðuna að magni til. í kjötniðursuðu eru margir möguleikar hér, sem meðal annars eru fólgnir í betri nýtingu sláturafurðanna. Af öðrum land- búnaðarafurðum kemur hér líka til greina ýmislegt grænmeti til niðursuðu. Hafa þegar í mörg ár verið soðnar hér niður íslenzkar gulrætur, og nýlega er hafin niðursuða á íslenzkum ætisveppum. Kjöt- meti hefur aðallega verið soðið hér niður í tveim verksmiðjum, annarri í Reykjavík °g hinni á Akureyri. Nú er auk þess ný- tekin til starfa niðursuðuverksmiðja í Borgarnesi, sem sýður niður sláturafurðir °g sveppi. Hvernig eru svo horfurnar í íslenzkum niðursuðuiðnaði ? Ég hika ekki við að full- yrða að þær eru góðar, einkum þó ef eitt- hvað er fyrir þessa iðngrein gert, t.d. eitthvað svipað því og gert var fyrir hrað- frystiiðnaðinn meðan verið var að byggja hann upp. Það sem mest er aðkallandi, er öflun markaða, en það kostar mikla vinnu og mikið fé. Hráefni höfum við nóg hvað fisk og fiskafurðir snertir og þau betri en nokkrir aðrir. Að sjálfsögðu er það síldin, sem ber að leggja mesta áherzlu á, bæði niðurlagða og niðursoðna. Þá eru það þorsk- hrognin og þorsklifrin, sem hvort tveggja á mikla framtíð sem niðursoðnar vörur. Svo er það sjólaxinn, úr upsanum, sem er betri hér en annars staðar, og kavíarinn, en í hann höfum við geysimikið magn af fyrsta flokks hráefni. Þetta er aðeins það helzta, en hér getur ýmislegt bætzt við, eftir því sem markaðir kunna að gefa Og að lokum þetta. Við skulum minn- ast þess íslendingar að við ráðum yfir einu stærzta matarforðabúri heimsins, sem eru íslenzku fiskimiðin innan landhelgis- línu. Við getum aflað hér mikils af fiski, en við verðum að gæta þess að skemma hann ekki. Fiskur, sem er eyðilagður, er betur óveiddur. Við eigum að vanda með- ferðina bæði á fiski og kjöti og nýta allar þessar afurðir sem bezt. Við eigum að minnast þess að þetta eru mjög dýrmætar fæðutegundir, og eftirspurnin eftir þeim fer stöðugt vaxandi í heiminum. Við verð- um að nota allar þær aðferðir, sem þekktar eru, til þess að koma þessum afurðum í sem verðmætustu ástandi á heimsmarkað- inn, og því verðum við að byggja upp niðursuðuiðnað á Islandi. Allir sjómenn, eldri og yngri, þurfa að eignast bókina ENSK LESTRARBÓK handa siómönnum. Þar er að finna ensk heiti ó o'llum hlutum á skipi og í dokk. Auk þess er bókin góður leiðarvísir fyrir sjómenn í erlendum höfnum. — Kostar 40 kr. í sterku bandi. Bókaverzlun ísafoldar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.