Ægir

Volume

Ægir - 01.03.1965, Page 18

Ægir - 01.03.1965, Page 18
84 ÆGIR son og v/s Fanney. Skipstjórar á Ægi voru þeir Guðmundur Kjærnested, til 28. júní, og Haraldur Björnsson frá 28. júní og fram í október. Skipstjórar hinna leit- arskipanna voru sem fyrr þeir Jón B. Ein- arsson og Benedikt Guðmundsson. Því miður gat Ægir ekki hafið hinn árlega rannsóknarleiðangur sinn fyrr en 1. júní. Skipið féll á hliðina í dráttarbraut fyrr um vorið með þeim afleiðingum, að sjór komst í hið 11 ára gamla Kelvin Hughes leitartæki og eyðilagðist það að mestu. Varð því að kaupa nýtt asdictæki í skipið (af Simrad-gerð), en jafnframt voru gerð- ar ráðstafanir til að unnt yrði síðar á ár- inu að byggja gamla tækið upp að nýju. V/s Pétur Thorsteinsson átti einnig að hefja leitina hinn 1. júní, en varð síðbú- inn og komst ekki af stað fyrr en 5. júní. V/s Fanney hafði verið við síldarleit við Suðvesturland fram í júníbyrjun, en kom á miðin norðanlands 19. júní. Ægi var haldið úti við síldarleit fram undir miðjan október, en um þær mundir var hann settur í landhelgisgæzlu, þótt ætlunin hefði verið að hafa hann við síld- arleit a. m. k. til okótberloka. V/s Pétur Thorsteinsson var við síldar- leit norðanlands og austan til 20. septem- ber, en fór þá í vélahreinsun, áður en síld- arleit hæfist við Suðvesturland í október- byrjun. V/s Fanney var við síldarleit allt til septemberloka. í desember var v/s Pét- ur Thorsteinsson við síldarleit á vetur- setustöðvum síldarinnar úti af Austfjörð- um. 1. mynd: Síldarleit v/s Ægis dagana 12.-25. janúar 196b. Auk Ægis leitaSi b/v Þorsteinn Þorskabít- ur um utanveröan Selvogsbanka í byrjun janúar.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.