Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1965, Blaðsíða 19

Ægir - 01.03.1965, Blaðsíða 19
ÆGIR 85 í meginatriðum var síldarleitinni hag- að á sama hátt og undanfarin ár. V/s Ægir var einkum í yfirlitsathugunum og voru á tímabilinu 1/6—30/9 farnar 6 yfirlits- ferðir, þar sem leitað var skipulega frá Strandagrunni að Hvalbak allt að 250 sjm. til hafs. Tók hver yfirferð þannig að jafn- aði tvær til þrjár vikur. Leitarsvæði hinna skipanna var oftast takmarkaðra. Eftir að meginþungi veið- anna færðist austur fyrir Langanes um ttiiðjan júní, var v/s Fanney einkum á því svæði síldveiðiflotanum til aðstoðar, en v/s Pétri Thorsteinssyni var ráðstafað á þann hátt, að hann leitaði norðan Langaness, þegar Ægir var fyrir austan, en tók svo til við að leiðbeina flotanum, þegar Ægir var fyrir norðan. Tafla 1 sýnir, hvernig leitartími Ægis skiptist á svæðin norðan og sunnan Langa- ness. 1 töflunni eru aðeins taldir þeir dag- ar, sem skipið var á miðunum við leit. Tafla I. Leitartími Ægis eftir svæðum 196U. Norðan Langaness Sunnan Langaness Timabil 5—18 dagar 14 Tímabil 18—21 dagar 4 Júní 29—30 1—10 Jul* 25+27 og Á , 1—13 ¦^gust 27—31 September 8—14 2 10 31 4 13 5 7 11—12 14—24 14—15 19—26 18—30 2 11 2 8 13 Samtals 55 40 Á töflunni eru þannig ekki taldir þeir ^agar, sem skipið var í vari eða höfn, Vegna óveðurs eða af öðrum sökum. Tafla *• sýnir, að 55 daga af 95 var skipið j^orðan Langaness og má því ljóst vera, hyert kapp var á það lagt að fylgjast sem nánast með ástandinu á Norðurlandsmið- Uln nú sem endranær. . Að þessu sinni bárust fyrstu síldarfrétt- lr sumarsins frá v/s Helga Flóventssyni hlnn 31. maí, en hann fékk þá 900 tunn- Jlr síldar um 80 sjm. ANA af Langanesi. ^orska rannsóknarskipið Johan Hjort, sem í hinum sameiginlegu vorrannsóknum hefur það hlutverk að fylgjast með síldar- göngunum úti af Austur- og Norðaustur- landi, var þá statt nokkru sunnar og hafði fundið nokkurt magn af dreifðri síld í smáum torfum, en engar stórar torfur höfðu fundizt. Við athugun síldarsýnis- horna kom í Ijós að síldin ANA af Langa- nesi var aðallega stór norsk síld 14 ára gömul. Fyrstu 10 daga júnímánaðar gekk þessi fyrsta síldarganga sumarsins all- hratt norðvestur og vestur á bóginn. Einna vestast komst hún á móts við Melrakka- sléttu 60—90 sjm. frá landi dagana 10.— 12. júní, en virtist síðan snúa til hafs og dreifast um og upp úr miðjum mánuðin- um. Vestangöngu íslenzku síldarinnar varð ekki vart fyrri hluta sumars fremur en árið áður. Talsverðar síldarlóðningar fundust að vísu á Skagagrunni í ágústlok. Líklegast hefur hér verið um sumargots- síld að ræða, en veiði varð engin á þessu svæði, og hamlaði að nokkru leyti veður, en þó einkum að torfurnar dreifðust á kvöldin um leið og þær nálguðust yfir- borð. Þannig varð nú allt svæðið frá Strandagrunni að Melrakkasléttu alger- lega síldarlaust í sumar. Um ástæður fyrir þessu er ekki unnt að fullyrða, en undirritaður er á þeirri skoðun að mestu hafi hér ráðið, hve Norðurlands- svæðið var allt átusnautt samtímis því að mjög mikil rauðáta var austanlands fyrri hluta sumars, enda kom fyrsta síldargang- an að Austfjörðum þegar um miðjan júní eða 10—15 dögum fyrr en verið hefur á undanförnum árum. Enda þótt athuganir rannsóknaskipa sýndu, að allmikið síldar- magn var enn langt austur í hafi síðari hluta júnímánaðar, var þessi fyrsta síld- arganga á Austfjarðarmiðin mjög sterk og mun sterkari en árið áður. Þannig var mikil síld á Austf jarðarmiðum fram undir 20. júlí. Eftir það fór síldin heldur að dreifast, enda þótt talsvert fyndist af síld öðru hvoru á grunnmiðum og þaðan allt að 250—280 sjm. NA af Langanesi. 1 ágúst var einnig mikið síldarmagn um

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.