Ægir

Árgangur

Ægir - 15.05.1965, Blaðsíða 15

Ægir - 15.05.1965, Blaðsíða 15
ÆGIR 169 Velskólann og þakkaði hann menntamála- i’áðherra fyrir fyrirgreiðslu hans um það mál. Skólastjóri gat þess að skólinn hefði brautskráð 788 nemendur frá upphafi, en það væri mun minna en þörf væri fyrir í landinu. Að þessu sinni gengu 19 undir brott- fararpróf, en 4 þeirra stóðust það ekki. Ur rafmagnsdeild brautskráðust 22, eða þeir er undir prófið gengu. Að lokum árnaði Gunnar Bjarnason skólastjóri nemendum heilla og bað þá, er á brott halda út í skóla lífsins, að minn- ast samvizkusemi og trúnaðar í starfi og þess, að vera alúðlegur og einlægur í sam- skiptum við aðra menn. Þakkaði hann síð- an kennurum og nemendum ánæjgulegt samstarf. Að lokinni ræðu skólastjóra tók Gísli Jónsson fyrrv. alþm. til máls, en hann er einn af þremurfyrstunemumskólansogber skírteini hans nr. 1. Hinir eru Hallgrímur Jónsson, sem einnig er á lífi, en látinn er Bjarni Þorsteinsson í Héðni. ICELAND REVIEW - mikilvægt kynningarrit Um þessar mundir kemur út nýtt hefti af ICELAND REVIEW, tímariti á ensku um íslenzk málefni. Hefst þar með þriðji árgangur ritsins, sem er eitt hið vandað- ^sta, sem gefið er út hérlendis. I þessu nýj a hefti er fróðleg grein með myndum og kortum til kynningar á landafundum íslendinga í vestri, frásögn af Grænlands- °g Vínlandsferðum sægarpa fyrri alda. Af efni varðandi sjávarútveg okkar er þar að fínna síðari hluta greinar Hjálmars R. Bárðarsonar, skipaskoðunarstjóra, um ís- lenzka fiskiskipaflotann, viðtal við Sigurð Jónsson, forstjóra SR, grein um Höfrung Ul, og margt fleira efni til fróðleiks um land og þjóð. ICELAND REVIEW er eina tímaritið, sem hér er gefið út á ensku til kynningar aíslenzkum útflutningi, atvinnulífiogþjóð- lifi, og er ánægjulegt að sjá, hve vel hefur Iekizt. Þann stutta tíma, sem ritið hefur ver- ið gefið út, hefur það dafnað vel, og meðal þeirra, sem þar hafa skrifað um málefni íslenzks sjávarútvegs, eru Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, Már Elísson, skrifstofu- stjóri, Jón Jónsson, fiskifræðingur, Jakob Jakobsson, fiskifræðingur og Hjálmar R. Bárðarson, skipaskoðunarstjóri. Auk þess hefur ritið flutt margvíslegt efni til kynn- ingar einstökum þáttum útvegsins og út- flutningsafurðir eru kynntar þar reglu- lega. Með útgáfu ICELAND REVIEW hefur verið sýnt lofsvert framtak, og það er okkur íslendingum mikils virði að eiga slíkt kynningarrit. Væntanlega nýtur rit- ið skilnings og stuðnings þeirra fjölmörgu aðila, sem láta sig viðskipti og verzlun, atvinnurekstur og sambönd við útlönd ein- hverju máli skipta. Fátt er betur fallið til að auka þekkingu á íslandi erlendis og stuðla að auknum viðskiptamöguleikum en einmitt fallegt og vandað tímarit á borð við ICELAND REVIEW. Ritstjórar þess eru Haraldur J. Hamar, blaðamaður, og Heimir Hannesson, lögfræðingur. FORSÍÐUMYNDIN er af m.s. Langá, hinu nýja skipi Hafskips h.f., sem kom til landsins fyrir skömmu. Langá er smíðuð í Þýzkalandi og er 1401 br. rúmlest, 2230 lestir deadweight. Aðalvélin er Deutz 1500 ha. Var ganghraði skipsins í reynsluferð 12.8 mílur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.