Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1965, Blaðsíða 7

Ægir - 01.06.1965, Blaðsíða 7
ÆGIR 177 Unnur Skúladóttir, fiskifrœðingur: r r Haf- og fiskirannsóknir J H nmarmerkingar 1 byrjun maímánaðar var farið í humar- leiðangur á vegum Fiskideildar Atvinnu- deildar Háskólans á varðskipinu Maríu Júlíu, skipstjóri Helgi Hallvarðsson. Leið- angursstjóri var Unnur Skúladóttir, fiskifræðingur. Aðaltilgangurinn var að merkja leturhumar. Er þetta önnur til- i’aun til humarmerkinga hér við land. Enn- fi’emur var athugað, hvort nokkur mis- munur mundi vera á kyndreifingu og stærð karldýra eftir dýpt. Stöðvarnar, þar sem rannsóknirnar fóru fram, voru í Miðnessjó og á Eldeyjar- banka. Aflamagnið á Eldeyjarbanka reyndist rúmar 5 körfur af humri eða 114 kg/klst., og í Miðnessjó voru 119 kg/klst. Er þetta nálægt meðallagi fyrir maímán- uð, en samt í minna lagi miðað við veiðina fyrstu dagana á humarvertíðinni. Á Eldeyjarbanka og í Miðnessjó voru merktir um 2000 humrar, þar af 40 hrygn- ur. Merkin eru tvenns konar. 1. Plastmerki, ýmist rauð eða blágræn. Merkið er saumað í á mótum hala og höf- uðbols. Er ætlazt til að merkið haldist í dýrinu, þrátt fyrir skelskipti. Svipuð merk- ingaraðferð hefur verið reynd á humri í sjóbúrum í Noregi með góðum árangri. 2. Örvarmerki, blá að lit. Er merkinu stungið í halann ofan til. Er einnig von- ast til að það haldist, þrátt fyrir skelskipti. Takist þessi merkingartilraun má læra ýmislegt um líf leturhumarsins hér við land. Má þar nefna: 1. Göngur. 2. Vöxtur, og mun þá jafnframt vera unnt að áætla aldur humars í grófum dráttum. 3. Hrygningu, þ.e. hversu oft kvendýrin hrygna. Haldið verður áfram að merkja humar með þessum merkjum, ef árangurinn verð- ur góður. Má þá meta áhrif veiða á stofn- inn og gera áætlanirumbeztunýtinguhans. Þeir, sem finna merkt dýr, eru hvattir til að skrá nákvæmlega fundarstað, dýpi, dagsetningu, veiðarfæri og skip, og senda síðan humarinn óskertan með merkinu í á- samt upplýsingum til Fiskideildar, Skúla- götu 4, Reykjavík. Ljósm. Sverrir Guðm- undsson■ Myndin sýn- tri rnerkta humra, er sý efri merktur með órvarmerlci, en sá neðri með plastmerki.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.