Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1965, Blaðsíða 14

Ægir - 01.06.1965, Blaðsíða 14
184 ÆGIR LÖG nr. 34/1965 um ráöstafanir vegna sjávarútvegsins. 1. gr. Á árinu 1965 greiðir ríkissjóður fiskseljendum 25 aura verðuppbót á hvert kíló línu- og hand- færafisks. Þessi upphæð kemur til skipta milli sjómanna og útgerðarmanna samkvæmt samning- um um hlutaskipti. 2. gr. Ríkissjóður leggur fram 33 millj. kr. á árinu 1965, er verja skal til framleiðniaukningar frysti- húsa og annarra endurbóta í framleiðslu frystra fiskafurða. Stofnlánadeild sjávarútvegsins út- hlutar fé þessu til tiltekinna framkvæmda í sam- ráði við Landsbanka Islands og Útvegsbanka ís- lands, eftir reglum, sem sjávarútvegsmálaráð- herra setur. 3. gr. Á árinu 1965 heimilast að greiða úr ríkissjóði til skreiðarframleiðenda 10 millj. kr. til verðupp- bóta á útflutta skreiðarframleiðslu, eftir reglum, sem sjávarútvegsmálaráðherra setur. 4. gr. Stjórn Aflatryggingasjóðs er heimilt að ákveða, að bætur til togara úr sjóðnum vegna aflabrests 1964 skuli miðast við úthaldstíma þeirra á því ári, svo og að setja um þetta nánari reglur, með samþykki sj ávarútvegsmálaráðherra. E.TH. MATHIESEN h.f. LAUGAVEG 178 - SÍMI 36570 Einkasalar hér á landi fyrir hin heimsþekktu „Lion“ vélaþétti. FramleiSendur: James Walker & Co. Ltd., Woking, England. __ ^ rit Fiskifélags íslands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er /r~* | V I kringum 450 síður og kostar 100 kr. Gjalddagi er 1. júlí. Afgreiðslu- I IV sími er 10501. Pósth. 20. Ritstj. Davíð Ólafsson, Prentað í ísafold.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.