Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1965, Blaðsíða 4

Ægir - 15.06.1965, Blaðsíða 4
186 ÆGIR smiðjan var farin að taka á móti síld uin mánaðamótin og byrjuo að bræða. R eyðarfj örður: Stóru bátarnir tveir hættu þorskveiðunum fyrst í mánuðinum og fóru að búa sig til síldveiðanna. V/'s „Gunnar“ var byrjaður á síldveiðunum fyrir mánaðamótin. Einn smábátur frá Vattarnesi hefir stundað nokkuð hrogn- kelsaveiði og aflað fremur vel. Annars hefir sjór lítið verið stundaður á smábát- um, því að aflinn var mjög lítill þegar reynt var. V/s „Snæfugl“ lagði vei'tíðar- afla sinn á land þar heima og var hann alls um 800 tonn, af slægðu. Eskifjöröur: Stóru bátarnir þaðan voru allir sunnanlands á vertíðinni og hættu fyrst í mánuðinum og fóru að búast á síld- veiðarnar og eru nú um mánaðamótin farnir á veiðar eða að fara. Smábátar hafa ekki stundað neitt sjó í mánuðinum. Síld- arverksmiðjan er nú um mánaðamótin komin í gang og hefur nú.þegar tekið á móti talsv.erðri síld og fór þá strax að bræða. Noröf jöröur: Þaðan voru allir stóru bát- arnir sunnanlands á vertíðinni, en hættu og komu heim snemma í mánuðinum til að búast til síldveiðanna og eru nú um mánaðamótin ýmist farnir eða eru alveg að fara á veiðar. Síldarverksmiðjan var tilbúin til að taka á móti síldinni þegar hún byrjaði að veiðast og hafði um mánaða- mótin tekið á móti talsverðri síld og var farin að bræða. Lítið hefur verið róið á minni bátum og aflinn verið mjög tregur. Einn minni þilfarsbátur er farinn á hum- arveiðar en leggur aflann upp á Horna- firði. Mjóifjöröur: Þaðan hefur ekkert verið reynt að róa í vor, enda þar lítið um út- gerð. Unnið hefur verið að byggingu síld- arsöltunarstöðvar og miðar því all vel áfram. Einnig er unnið að viðgerð á bryggjunni þar, sem brotnaði talsvert í vetur þegar hafísinn kom. Seyðisfjöröur: Stóru bátarnir þaðan voru sunnanlands á vertíðinni en hættu og komu heim fyrst í mánuðinum, og eru nú rétt fyrir mánaðamótin farnir á síld- veiðar. Einn 30 tonna bátur réri frá Hornafirði á vertíðinni, einnig hann kom heim fyrst í mánuðinum og býr sig út á humarveiðar og mun leggja aflann upp á Hornafirði. Tveir litlir þilfarsbátar hafa dálítið reynt að róa með línu og handfæri en lítið aflað. Unnið er að stækkun síldai'- verksmiðju ríkisins, en það mun vera nokk- uð þar til hún getur tekið til starfa. All- mikið er eftir að vinna við síldarvei'k- smiðju þá sem h/f Hafsíld er að byggja, en hún mun væntanlega geta farið að starfa seinna í sumar. Borgarfjörður: Þaðan var engin útgerð í mánuðinum enda oftast — að minnsta kosti framan af — lítið hægt að hafast að vegna hafíssins. Seinnihlutann var all góð hi’ognkelsaveiði en hún hefir ekki áður verið stunduð þar neitt að ráði. Síldar- er tilbúin til að taka á móti síld, ef hún býðst. Vopnafjörður: Þar hefur hafísinn haml- að því að hægt væri að stunda nokkrar veiðar úr sjó, en nú um mánaðamótin er ísinn að þokast í burtu. Síldarvei’ksmiðjan er tilbúin til að taka á rnóti síld, ef hún býðst og ísinn ekki hamlar. Bakkafjörður: Þar var ekkert hægt að stunda sjó fyrr en síðast í mánuðinum fyrir hafís. En þá varð góð hrognkelsa- veiði. Ekkert hefur fengizt á handfæri, þegar það hefur verið reynt. SÍLDVEIÐARNAR norðanlands og austan. Þann 24. maí s. 1. fékk Jón Kjai’tansson SU 111 fyrstu síld sumarsins 100 rnílur austur af Glettinganesi. Síldarleitarskipin Ægir og Hafþór leituðu síldar og leið- beindu síldarskipunum. Aðalveiðin var á fjórum svæðum: 190 sjóm. ANA af Langanesi, 120—130 sjóm. A af Langa- nesi, 106 sjóm. ANA af Dalatanga og 73 sjóm. A af Dalatanga. Fi'am til 1. júní voru fá skip á miðunum en afli yfii’leitt

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.