Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1965, Blaðsíða 9

Ægir - 15.06.1965, Blaðsíða 9
Æ GIR 191 2. mynd. sléttu, en á djúpmiðum úti af norðaustan- verðu landinu var talsverð áta á stóru svæði. Þá var einnig talsverð rauðáta úti af Austf j örðum norðanverðum. Síldar varð fyrst vart hinn 21. maí um 190 sjómílur ANA af Langanesi. Torfurnar voru þai-na í austurjaðri Austur-íslands straumsins eins og greinilega kemur fram á skýringar- mynd 2. Hinn 22. maí fundust allmargar torfur um 130 sjó- mílur austur af Langanesi, og hafði sá hluti síldargöng- unnar þá gengið inn í kalda sjóinn. Fyrsta veiði sumarsíldar- vertíðarinnar fékkst á þessu svæði tveim- ur dögum síðar eða hinn 24. maí. Hinn 25. og 26. maí fundu síldar- leitarskipin Hafþór og v/s Ægir svo marg- ar stórar torfur 76 sjómílur og 55 sjómíl- ur úti af Dalatanga eins og skýringarmynd 2 sýnir. Virðist þannig vera óvenju- mikið síldarmagn í stórum torfum á all- stóru svæði austur og ANA af landinu. Athuganir á sýnishorni, sem tekið var af fyrstu veiðinni sýna, að hér var einkum um síld af norskum uppruna að ræða. Næstu daga mun síldarleitarskipið Hafþór fylgjast með síldargöngunni úti af Langa- nesi og hinn 1. júní mun v/s Pétur Thor- steinsson einnig hefja síldarleit. Þá mun v/s Ægir fara í aðra rannsóknarferð hinn 1. júní og verða þá endurteknar rann- sóknir úti af Vestur-, Norður- og Austur- landi, áður en hinn sameiginlegi fundur norskra, rússneskra og íslenzkra haf- og fiskifræðinga hefst á Seyðisfirði hinn 21. júní.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.