Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1965, Blaðsíða 5

Ægir - 01.07.1965, Blaðsíða 5
ÆGIR 203 S.l. sólarhring tilkynntu 36 skip um afla samtals 44.550 mál. Veður var gott á mið- unum, en nær landinu var bræla. Síldin er stygg og liggur djúpt, en mörg skip hafa fengið ágætis veiði og sum stór köst. 16. júní. S.l. sólarhring tilkynntu 31 skip með samtals 35.900 mál síldarleitinni um afla. Síldin veiddist 75—80 sjóm. suð- ur af Jan Mayen, en tvö skip fengu afla 100 mílur N.A. af Langanesi. Á miðunum Var sæmilegt veður, en bræla nær landi. Ægir og Hafþór leita síldar sunnan Langa- ness og hafa fundið nokkrar smáar torf- ur á 50—70 fm. dýpi 50 mílur úti frá Dala- tanga. Engrar síldar hefur enn orðið vart norðan Langaness. 17. júní. 22 skip með samtals 22.150 mál tilkynntu afla til síldarleitarinnar. Gott veður var á miðunum. 18. júní. Skipin halda sig á sömu slóð- um og undanfarna daga 75—90 mílur suð- Ur af Jan Mayen. S.l. sólarhring fengu 15 skip 12550 mál. Veðrið hefur verið gott á Uiiðunum undanfarna daga. 19. júní. S.l. sólarhring tilkynntu 21 skip 10850 mál og tn. til síldarleitarinnar. Síldin veiddist 70—80 sjómílur suður af Jan Mayen og 100 mílur austur frá Langa- nesi. Veður var gott á miðunum. Gefið var leyfi til síldarsöltunar og byrjað að salta á Raufarhöfn. 20. júní. 19 skip tilkynntu veiði til síld- arleitarinnar alls 11.950 mál og tn. Frá sömu slóðum og daginn áður. 21. júní. Veiði var lítil s.l. sólarhring. 20 skip með 12.350 mál og tn. tilkynntu veiði. Veiðisvæðið var 80—120 sjóm. ANA *rá Langanesi. Ágætis veður var á mið- unum. 22. júní. S.l. sólarhring var veður óhag- stætt á síldarmiðunum, 4—5 vindstig af uorðaustan. Aðeins 19 skip tilkynntu afla aHs 5900 mál og tn. 100—120 sjóm. NA frá Dalatanga. 23. júní. S.l. sólarhring tilkynntu 45 skip með samtals 23.750 mál og tn. afla til síldarleitarinnar. Veiðisvæðið var að mestu leyti 90 mílur NA frá Langanesi. Veður var rysjótt á miðunum. 2U. júní. 49 skip með samtals 18.900 mál og tn. tilkynntu afla til síldarleitarinnar s.l. sólarhring. Veiðisvæðið var 100 sjóm. NA af Langanesi. Sæmilegt veður var framan af, en fór versnandi er leið á dag- inn. Ægir er nú staddur í Seyðisfjarðar- dýpi, en hefir ekki orðið var við neina síld. Pétur Thorsteinsson er á Strandagrunni. 25. júní. Bræla var s.l. sólarhring á síld- armiðunum. 6 skip fengu 1150 mál og tn. 26. júní: 1 skip með 100 mál tilkynnti afla s.l. sólarhring. 27.—29. júní: Síðustu daga hefur verið gott veður á miðunum. Leitarskipin Ægir og Hafþór hafa leitað síldar úti af Dala- tanga og djúpt austur af Langanesi, en lítillar síldar hefur orðið vart. Síldarflot- inn hefur nú allur stöðvast vegna ágrein- ings um síldarverð. Við Vestmannaeyjar hefir verið góð síldveiði undanfarnar vikur. Heildarsíld- veiði við Vestmannaeyjar frá 1. júní til laugardagsins 26. júní var 143.816 uppm. tn. 32 skip hafa fengið afla. Heildaraflinn 26. júní 1965. Vikuaflinn nam 65.384 málum og tunn- um og var heildaraflinn á miðnætti s.l. laugardag orðinn 643.570 mál og tunnur, sem skiptist þannig eftir verkunaraðferð- um: í salt 25.279 upps. tri. 1 frystingu 1.271 uppm. tn. 1 bræðslu 617.020 mál Samtals: 643.570 mál og tn. 171 skip hafa fengið afla. Af þeim hafa 158 skip aflað 500 mál og tn. eða meira. LEIÐRÉTTING: 1 grein Más Elíssonar, Nýjungar í brezkri togaraútgerð, í síðasta blaði Ægis, misritaðist heiti á skiptiskrúfu togara af Daring-flokki. Rétt heiti skrúfunnar er Hindmarch/Berg. (Sjá bls. 192, hægri dálk, 11. 1. a. o.)

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.