Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1965, Side 8

Ægir - 01.07.1965, Side 8
206 Æ G I R Fiandur Norðau§tur-Atlant§- hafsnefndar í Moskvn Fyrri liluta maímánaðar var haldinn í Moskvu S.fundur Norðaustur-Atlantshafs- nefndar, sem fjallar um fiskveiðar á þessu hafsvæði, sem takmarkast að vestan við austurströnd Grænlands. Þátttakendur í starfi þessarar nefndar eru allar þjóðir í Norður- og Vestur-Evr- ópu, sem veiðar stunda á þessu svæði. Þau málefni, sem einkum voru rædd á þessum fundi snertu ástand fiskistofn- anna, einkum þorskfiskanna, á austan- verðu svæðinu, þ.e. við Norður-Noreg og í Barentshafi. Um árabil hefir það verið mönnum mikið áhyggjuefni hversu gengið hefir á þessa stofna, sem komið hefir fram í síminnkandi afla í Barentshafi og einnig við Lófót í Noregi, en þar veiðast sömu fiskistofnar. Til að hamla á móti þessari þróun, hefir verið farin sú leið að stækka möskvana í botnvörpunni, en það er veið- arfærið, sem mest er notað á þessum slóð- um. Fyrir tveimur árum var möskvinn stækkaður úr 110 í 120 m/m miðað við sísalnet, en 10 m/m minna ef um gerfiefni er að ræða. Þetta hefir ekki borið tilætlað- an árangur, því rannsóknir hafa leitt í ljós, að enn halda stofnarnir áfram að minnka. Því var nú samþykkt að stækka enn möskvann um 10 m/m í 130 m/m, er taki gildi frá 1. janúar 1967. Tilraunir vísindamanna hafa sýnt ótví- rætt að stækkun möskvans hefir áhrif í þá átt að vernda fiskistofnana með því að hlífa smáfiskinum við veiði. Þetta á þó að sjálfsögðu aðeins við, ef ekki er dregið úr þessari ráðstöfun með óeðlilegri klæðningu botnvörpupokans. Var því lögð á það mikil áherzla, að dregið yrði úr klæðningu pok- ans að ofan. Enda þótt ástand fiskistofnanna á ofan- greindu hafsvæði snerti íslenzkar fiskveið- ar ekki beint, þar sem engin íslenzk skip hafa stundað þar veiðar og litlar líkur fyr- ir að svo verði um nokkra framtíð, þá get- ur það haft mikla óbeina þýðingu hvernig þróunin verður. Fari svo að ekki takist að rétta við fiskistofnana á svæðinu og afli fari minnkandi, þá hlítur að því að koma að sá floti, sem þar hefir stundað veiðar, leiti á önnur og fengsælli mið. Þá má bú- ast við að einhver hluti hans a.m.k. leiti á miðin umhverfis ísland, sem gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir fiskistofnana þar. Það er því mikið hagsmunamál fyrir íslenzkar fiskveiðar, að þær aðgerðir, sem gripið er til þar austur frá beri tilætlaðan árangur. Frá miðju ári 1964 gildir hér við land 120 m/m möskvastærð, hin sama og á austurhluta svæðisins. Miðað við þær rannsóknir, sem gerðar hafa verið, bendir allt á að eðlilegt sé að enn verði fylgt sömu stefnu þannig að tekin verði upp hér við land sama möskvastærð og samþykkt hefir verið fyrir austurhluta svæðisins, þ.e. 130 m/m. Engin tillaga lá þó fyrir þessum síðasta fundi um það og því engin ákvörðun tekin, en raddir voru uppi um að svo yrði gert og þarf það mál allt nán- ari athugunar við fyrir næsta fund nefnd- arinnar, sem haldinn verður í maí næsta ár. Þá var á fundi þessum rætt mikið um alþjóðlegt eftirlit með framkvæmd al- þjóðasamnings um fiskvernd o.fl., sem nefndin fjallar um. Hefir þeim röddum farið fjölgandi und- anfarið, sem telja óhjákvæmilegt að taka upp einhverskonar alþjóðlegt eftirlit með því, að ákvæði samningsins, t.d. um möskvastærð, séu haldin, og mundi slíkt ekki aðeins veita aukið aðhald, heldur einnig og ekki síður, eyða misskilningi og

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.