Ægir

Árgangur

Ægir - 15.07.1965, Blaðsíða 3

Ægir - 15.07.1965, Blaðsíða 3
Æ G I R ^ RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 58. árg. Reykjavík 15. júlí 1965 Nr. 13 lítgerd og aflabrögð SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND 20. maí — 30. júní 1965. Vestmannaeyjar: Þaðan hafa 69 skip stundað veiðar, þar af voru 18 á síldveið- um, en 51 hafa ýmist stundað veiðar með humartroll, fiskitroll eða dragnót. Aflinn á tímabilinu varð alls (síldveiði ekki með- talin) 1817 lestir, þar af voru 47 lestir slitinn humar, 942 lestir bolfiskur og 684 lestir flatfiskur, en 144 lestir voru seldar a erlendum markaði, var það eiginafli 5 báta, sem sigldu með hann. Stokkseyri: Þaðan stunduðu 5 bátar humarveiðar í júnímánuði. Afli þeirra varð alls 62 lestir, þar af voru 15,2 lestir slitinn humai', en hitt bolfiskur. Eyrarbakki: Þaðan stunduðu 4 bátar humarveiðar í júní og varð afli þeirra alls 51 lest, þar af 10,7 lestir slitinn humar. Þorlákshöfn: Þaðan stunduðu 4 bátar humarveiðar, en 1 bátur fór til síldveiða. Afli humarbátanna varð 93 lestir, þar af v°ru 13 lestir slitinn humar. Grindavík: Þaðan hafa 20 bátar stund- ah veiðar, þar af voru 7 bátar með humar- troll, 2 með dragnót, 3 með handfæri, en 8 bátar stunda síldveiðar. Afli hefur verið ffemur rýr bæði í humartroll og dragnót, en allsæmilegur á handfæri. Sandgerði: Þaðan stunduðu 24 bátar veiðar, þar af voru 9 bátar á síldveiðum, 5 með botnvörpu, 5 með færi, 2 með drag- nót og 2 með humartroll. Aflinn varð alls (síldveiði ekki meðtalin) 523 lestir í 85 róðrum, þar af var afli trollbátanna 258 lestir í 44 róðrum og afli í humartroll 116 lestir í 23 róðrum, þar af voru 17 lestir slitinn humar. Keflavík: Þaðan stunduðu 44 bátar veiðar, þar af voru 17 bátar á síldveiðum, 10 bátar með humartroll, 1 með troll, 12 með dragnót og 4 með færi. Aflinn varð alls 1104 lestir, þar af var afli í dragnót 774 lestir í 121 róðri, en afli í humartroll 189 lestir í 63 róðrum. (Síldarafli ekki meðtalinn.) Vogar: Þaðan stundar 1 bátur síld- veiðar. Hafnarf jórður: Þaðan stundaði 31 bát- ur veiðar, þar af voru 14 bátar á síldveið- um, 16 með humartroll og 1 bátur með dragnót. Afli var sæmilegur í humartroll- ið fram í miðjan júní, en fór þá minnk- andi. Aflinn á tímabilinu varð alls um 700 lestir, þar af var afli í humartroll 620 lest- ir, þar af var slitinn humar um 65 lestir. (Síldarafli er ekki meðtalinn.) Reykjavík: Þaðan hafa 65 bátar stund- að veiðar, þar af voru 24 á síldveiðum, 18 með humartroll, 15 með dragnót, 1 með troll og 7 með handfæri. Afli var allgóður í humartroll í fyrri hluta júní, en fór þá minnkandi. Afli í dragnót hefur verið 3-6 lestir í veiðiferð, þar af 20-30 % koli. Afli

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.