Ægir

Årgang

Ægir - 15.07.1965, Side 4

Ægir - 15.07.1965, Side 4
218 ÆGIR handfærabáta hefur yfirleitt verið sæmi- legur og góður síðari hluta júnímánaðar. Akranes: Þaðan stunduðu 19 bátar veið- ar, þar af voru 8 bátar á síldveiðum, 7 með humartroll, 8 með troll og 1 með færi. Afli hefur yfirleitt verið mjög rýr. Rif: Þaðan stunduðu 4 bátar veiðar, þar af voru 2 bátar á síldveiðum, 1 með hum- artroll og 1 með lúðulóð. Afli humarbáts- ins varð 30 lestir, þar af 2 lestir slitinn humar. Aflinn á lúðulóð varð mjög rýr. Ólafsvík: Þaðan stunduðu 19 bátar veið- ar, þar af voru 7 bátar á síldveiðum, 6 með dragnót, 5 með handfæri og 1 með humar- troll. Afli var yfirleitt góður í dragnótina og á handfærin, en fremur rýr í humar- trollið. Grundarfjöröur: Þaðan hafa 5 bátar stundað veiðar, þar af voru 3 bátar á síld- veiðum, en 2 með dragnót. Afli í dragnót- ina varð um 30 lestir, þar af um 30 % koli. Stykkishólmur: Þaðan hafa 9 bátar stundað veiðar, þar af voru 2 bátar á síld- veiðum, 2 með humartroll og 5 bátar með handfæri og línu. Afli hefur verið mjög rýr í humartrollið, en oft ágætur hjá færa- bátunum, eða allt að 3 lestum í róðri. NORÐLENDINGAFJÓRÐUNGUR í júní. Fyrri hluta júní var lítil veiði í fjórð- ungnum og ógæftasamt fyrir smærri báta. Frá 15. júní var opnað fyrir dragnót fyrir Norðurlandi og hafa þær veiðar gefizt vel. Skagaströnd: Þrír dekkbátar eru byrj- aðir veiðar með dragnót og öfluðu 33 lestir í mánuðinum, mest kola. Þrír opnir bátar réru með færi og öfluðu 3 lestir af bolfiski. Gæftir voru stopular. Sauðárkrókur: Sjö dekkbátar réru með dragnót og öfluðu 200 lestir, mest af kola, ýsu og þorski. Opnir bátar réru ekki. Hofsós: Fjórir dekkbátar réru með dragnót og öfluðu vel. Haraldur Ólafsson 32,5 lestir, Haraldur 20 lestir, Sæbjörg 30 lestir og Sæborg 20 lestir. Um helmingur var koli, hitt bolfiskur. Opnir bátar réru ekki. Siglufjör'öur: Einn dekkbátur réri með dragnót og aflaði 12 lestir af kola. B/v Sigurður landaði 317 lestum af karfa. Tveir dekkbátar voru á ufsaveiðum, en öfluðu lítið. Lítil veiði var hjá opnum bát- um, enda ógæftir. Afli alls nam 350 lestum. Ólafsfjör'öur: Tveir dekkbátar réru með dragnót og öfluðu 76 lestir, mest kola. Trillur réru með færi. Alls öfluðust 160 lestir. Dalvík: Fjórir dekkbátar héðan voru á dragnót, og fjórir aðkomubátar lögðu hér upp afla úr dragnót. Veiði hefur verið all- góð. Aflinn var að mestu ýsa og koli. Opn- ir bátar róa ekki. Hrísey: Fjórtán bátar fóru 93 sjóferðir með færi. Eyrún fór 7 róðra með dragnót og aflaði 15,6 lestir, þar af koli 7,4 lestir. Alls öfluðust 119,5 lestir. Grímsey: Tíu opnir bátar öfluðu 32 lestir sl. m. h. Ógæftir. Grenivík: Fjórir bátar réru með línu framan af mánuðinum og öfluðu 40 lestir. M/b Sævar fór tvo róðra með dragnót og aflaði vel. Akureyri: Togarar U. A. hafa landað í frystihús félagsins hér 2,727 lestum frá 26. apríl til júníloka, þar af í júní 1,608 lestum. Flatey: Hrognkelsaveiðin var góð í vet- ur og vor, saltað var í 690 tunnur af grá- sleppuhrognum og 50 tunnur af rauð- maga, af heima- og aðkomubátum. Tveir dekkbátar og einn opinn bátur fóru 9 sjó- ferðir í júní með færi og öfluðu 9 lestir af þorski. Húsavík: Tveir dekkbátar réru með línu, en tregur afli. Þrír dekkbátar réru með dragnót og öfluðu 80 lestir af kola, 47 lestir af þorki og 25 lestir af ýsu. Alls öfluðust 226,5 lestir. Raufarhöfn: Nokkrar trillur réru með færi síðast í mánuðinum, en öfluðu lítið. Þórshöfn: Ellefu bátar réru með fæi'1 og öfluðu 31 lest af þorski. Einn dekkbát- ur fór 7 róðra með dragnót og aflaði 17,4: lestir, mest af kola.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.