Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 15.07.1965, Qupperneq 5

Ægir - 15.07.1965, Qupperneq 5
ÆGIR 219 TOGARARNIR í júní. Afli togaranna var óvenjugóður í júní. Voru þeir eingöngu að veiðum á heima- miðum — NV af Garðskaga, djúpt úti af Snæfellsnesi. Einnig voru nokkur skip úti af Norðurlandi vestanverðu, svo og við suðurströndina, einkum þó þeir, er sigldu Weð aflann. Mestur hluti aflans var karfi, einkum hjá þeim skipum, er lönduðu hér heima, en einnig veiddist töluverður þorsk- ur úti af Norðurlandi. Gæftir voru yfirleitt ágætar. Alls fóru togararnir níu söluferð- ir í mánuðinum — allar til Bretlands. Námu sölur þeirra samtals 1549 lestum að verðmæti 14,5 millj. króna. Meðalverð var kr. 9,34 pr. kg. Auk þess seldi Narfi 334 lestir af heilfrystum fiski í Grimsby, að verðmæti 2,4 millj. króna. Ekki er enn vit- að gerla um heimalandanir, þar sem óvenju víða var landað að þessu sinni, Uiest sökum skorts á vinnuafli í Reykja- vík og Hafnarfirði. Vitað er, að landanir togaranna í Reykjavík námu samtals 3.245 lestum og á Akureyri 1.608 lestum. ísfisksölur þriggja báta erlendis námu samtals 7,9 lestum, að verðmæti 1,4 millj. króna. Meðalverð var kr. 17,44 pr. kg. SÍLDVEIÐARNAR norðanlands og austan. 30. júní og 1. júlí. Síðustu 2 daga hefur verið sæmilegt veður, vestan og norðvest- an gola á miðunum fyrir Austurlandi. Leitarskipin leituðu síldar og urðu vör við síld A og NA af Langanesi 55—70 sjóm. frá landi. 2. júlí. Engin síldveiði var s.l. sólar- hring. Samkomulag náðist um síldarverð og skipin layrjuðu að tínast út. 3. júlí. S.l. sólarhring tilkynnti eitt skip um veiði, 150 tn. 4. júlí. 13 skip með samtals 2825 tn. til- kynntu afla s.l. sólarhring. Veiðisvæðið var 100—115 sjóm. NA af Langanesi. Veður var gott á miðunum, NA gola, en þokusúld með köflum. 5. júlí. Lítil síldveiði var s.l. sólarhring. Aðeins 7 skip með 3600 tn. og mál til- kynntu afla. Veiðisvæðið hefur nú færzt nokkuð sunnar, um 120 sjóm. SA af Dala- tanga. 6. júlí. Síðastliðinn sólarhring fengu 12 skip 19.350 mál. Síldin er bæði smá og mögur og ekki söltunarhæf. Hægviðri var á miðunum, sem voru 120 sjóm. SA af S frá Dalatanga. 7. júlí. 44 skip með 14.350 mál tilkynntu veiði s.l. sólarhring 120-130 sjóm. SA af S frá Gerpi. Veður fór versnandi á miðunum. 8. júlí. Lítil síldveiði var s.l. sólarhring. Aðeins 10 skip með 2.970 mál tilkynntu veiði. ísfisksölur s • r r i jum 1965 BRETLAND: Magn Verðmasti Meðalv. Togarar: Dags. Sölustaður kg. isl. kr. pr. kg. 1- Hafliði 1/6 Grimsby 201.397 1.722.113 8.55 2- Surprise 2/6 Grimsby 123.317 1.713.545 13.90 3- Röðull 3/6 Grimsby 158.845 1.670.807 10.52 L Bjarni Ólafsson 8/6 Grimsby 175.515 1.599.760 9.11 5. Þormóður goði 8/6 Hull 232.042 2.107.586 9.08 Jón forseti 9/6 Hull 121.920 1.158.172 9.50 '• Víkingur 9/6 Grimsby 280.867 1.695.788 6.04 8- Þorkell máni 10/6 Grimsby 144.647. 1.264.891 8.74 9- Surprise 22/6 Gi-imsby 110.871 1.534.915 13.84 1.549.421 14.467.577 Narfi 9-10/6 Grimsby 333.5741) 2.438.305 7.26 ') Allur aflinn var frystur um borð í togaranum ýmist sl.m.h. eða hausaður og verðið er cifverð.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.