Ægir

Árgangur

Ægir - 15.07.1965, Blaðsíða 17

Ægir - 15.07.1965, Blaðsíða 17
ÆGIR 231 Að kaupa þaó bezta = SPARNAÐUR! Margföld reynzla hefur sannað endingar- gæði RUST-OLEUM, sem á sér enga hlið- stæðu. 40 ára leiðandi notkun í Bandaríkj- unum sanna gæðin. RUST-OLEUM inniheldur sérstakar efna- blöndur úr fiskiolíum og smýgur í gegnum ryðið alla leið að hinum óskemmda málmi. RUST- OLEUM sparar bæði vinnu og efnis kostnað með hinu mikla endingarþoli sínu. t(tqer%armenJi! tiðttöþé2óez,td- hotá RUST-0L6UMI RUST-OLEUM Sérstætt e»ns og yðar eigið fingrafar. E.TH.MATHIESENh.f. LAUGAVEG 178 - SÍMI 36570 Erlendar fréttir Frá IVoregi Vetrarsíldaraflinn 1965 varö 2434-408 hl. Niðurstöðutölur frá vetrarsíldveiðunum liggja nú fyrir. Stórsíldaraflinn til 5. marz á norður- svæðinu og til 24. febrúar á suðursvæðinu reynd- ist 21.665 hl. minni en áður hafði verið tilkynnt, þ.e. 1.739.775 hl. í stað 1.761.440 hl. Af þessu aflamagni veiddust 1.644.323 hl., eða 94,5%, í snurpinót, en 95.452 hl. í net og botnvörpu. Vorsíldaraflinn fyrir tímabilið 6. til 27. marz á norðursvæðinu og 25. febrúar til 27. marz á suðursvæðinu varð hins vegar 12.438 hl. meiri en áður var talið, eða 694.633 hl. í stað 682.195 hl. í snurpinót veiddust 563.862 hl., eða 81,2%, og í net og botnvörpu 130.771 hl., eða 18,8%. Vetrarsíldaraflinn varð þannig samtals 2.434.408 hl., en var 3.078.000 hl. árið 1964, 661.387 hl. 1963 og 903.954 hl. 1962. (Fiskaren). Lófótveiöamar eiga sér ekki viðreisnar von. Þorskafli síðasta árs í Lófót var sá léleg- asti síðan 1918, ef miðað er við fjölda veiddra fiska. Árið 1918 veiddust um 6 millj. þorska, en í ár verða það varla meira en 4 millj. Að áliti Gunnars Rollefsen, forstjóra við Hafrannsóknar- stofnunina í Bergen, er engin von til þess að aft- ur komi jafngóðar vertíðir við Lófót og rétt eftir stríðið, meðan svo margir togarar sækja í nýrri og betri árganga í stofninum. Veiðarnar í Lófót hafa alltaf verið miklum breytingum háðar. Sum árin hefur aflazt vel, önnur illa. Það er vitað, að þessar breytingar standa í sambandi við styrkleika árganganna. Það er einnig vitað, að veðrið og ástand sjávar getur haft sín áhrif, en mest er þó að marka þorskafjöldann. Aflabrestur síðasta árs verður að skoðast frá öðrum sjónarhól: sóknin í Barentshafs-þorskinn hefur aukizt stöðugt á árunum eftir stríð og hefur verið svo mikill seinustu árin, að stórt skarð hefur verið höggvið í stofninn í Barents- hafi. Það er þessi ofveiði, sem nú segir til sín. Smáþorskurinn hefur blátt áfram síminnkandi möguleika á að verða kynþroska fiskur. Fiskifræðingar og framámenn í sjávarútvegi hafa fyrir löngu gert sér ljósa þessa þróun. Vandamálið var tekið á dagskrá hjá Fastanefnd- inni i London og það voru skipaðar nefndir sér- fræðinga til að ræða málið og benda á hugsan- lega lausn. Sum lönd litu á þetta fremur sem

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.