Ægir

Árgangur

Ægir - 15.07.1965, Síða 18

Ægir - 15.07.1965, Síða 18
232 ÆGIR fræðilegt atriði en raunverulegt. En reynsla síð- ustu ára hefur kennt mönnum að taka þróunina í þorskveiðunum til alvarlegrar íhugunar. Nú hefur alþjóðleg nefnd tekið að sér að at- huga ofveiði þorsksins í Barentshafi og við Bjarnarey og Svalbarða, og mun hún skila áliti áður en mjög langt líður, á alþjóðlegri ráðstefnu. Menn héidu því lengi fram, að aukning möskva- stærðar væri nægileg, og Noregur hefur tekið upp 130 mm möskva í þeirri von, að fleiri lönd muni á eftir koma. En þróunin í togaraflota annarra ríkja, og þá einkum Sovétríkjanna, varð svo ör, að 130 mm möskvastærð hefði varla haft nokkra úrslitaþýðingu. Nú er ástandið þannig, að Rússar hafa tekið alla stóru togarana af veiðisvæðunum í Barents- hafi og sent þá til Nýfundnalands og annarra staða vestan Atlantshafsins. Þessi stóru skip gátu ekki veitt nema með tapi í Barentshafi. Nú eru aðeins eldri og minni rússneskir togarar að veiðum þar. Þjóðverjar hafa líka hætt að senda togara sína á þessar slóðir og leita að nýjum miðum. Norskir fiskifræðingar fengu tækifæri til að ræða þessi mál við rússneska starfsbræður sína þegar rússneski fiskimálaráðherrann heimsótti Bergen, og því er ekki að leyna, að spá Rúss- anna um framtíð norsku þorskveiðanna í Lófót er mjög óglæsileg. Spár, sem bæði Norðmenn og Rússar hafa gert fyrir næstu ár, benda til lítil- legrar aukningar í þorskstofninum. En Rússar, sem fylgjast með ungþorskinum í Barentshafi frá 2 til 4 ára aldurs, geta spáð lengra fram í tímann. Þeir segja, að stofninum muni hraka mjög ört eftir 1970. Rollefsen vildi ekkert um það segja, hvaða ráðum yrði hægt að beita til að bæta ástandið, en sennilega myndi reynast erfitt að ná sam- komulagi um aðferðir, sem miðuðu að því að draga verulega úr veiðinni. Hann kvaðst hafa séð möguleikana á svipaðri þróun þegar á árinu 1946, en þá hefði hann ekki gert sér ljóst, að ástandið yrði jafnalvarlegt á svo stuttum tíma og raun ber vitni. (Fiskaren). Leiðrétting: Villa var í töflunni um framleiðslu sjávar- afurða 1964 í 11. tbl. bls. 196. Steinbítsmjöl (8. liður) er talið 208.383 lestir, en á að vera 208 lestir. Ctgerðarmenn! STUART Nylon síldarnœtur framleiddar af J. W. STLART LTD., MUSSELBURGH, SKOTLANDI, reynast afburðavel og eru endingargóðar. Umboðsmenn: Kristján Ó. Skagfjörð h.f., Reykjavík — Sími 24120 t' ^ r r r- " --------------^ ÆGIR — rit Fiskifélags íslands. Kemur út hálfsmánaðarlega. Árgangurinn er kringum 450 síður og kostar 100 kr. Gjalddagi er 1. júlí. AfgTeiðslu- sími er 10501. Pósth. 20. Ritstj. Davíð Ólafsson, Prentað í ísafold. - —>

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.