Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1965, Page 3

Ægir - 01.09.1965, Page 3
Æ u I R RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 58. árg. Reykjavik, 1. september 1965 Nr. 15 IJtgerð og aílabrögð VE STFIRÐIN GAF J ÓRÐUN GUR í júnímánvJði 1965. Smábátaútgerðin hófst almennt í byrjun júnímánaðar, og var 121 bátur gerður út í fjórðungnum í júní. 100 bátar stunduðu handfæraveiðar, 17 dragnótaveiðar og 4 i'eru með línu. Gæftir voru góðar miðað við árstíma og ágætur afli. Varð heildar- aflinn í mánuðinum 1.649 lestir, en var á sama tíma í fyrra 1.051 lest. Aflinn í einstökum verstöðvum: Patreksfjörður: 5 dragnótabátar og 23 handfærabátar stunduðu veiðar í mánuð- inum, og var heildaraflinn 275 lestir. Af dragnótabátunum voru aflahæstir Diddó með 24 lestir, Pétur Guðmundsson með 22 lestir og Skúli Hjartarson 17 lestir, en af færabátunum Andvari með 21 lest, Vonin BA 17 lestir og Vonin AK 16 lestir. T'álknaf jörður: 2 bátar stunduðu veiðar nieð dragnót og 1 með færi. Varð heildar- nfli þeirra 32 lestir. Aflahæstur var Höfr- ungur með 12 lestir í dragnót. Bíldudalur: 3 dragnótabátar og 5 hand- fserabátar stunduðu veiðar í mánuðinum °g nam heildaraflinn 105 lestum. Dröfn var með 24 lestir, Jörundur Bjarnason 22 lestir og Freyja 15 lestir, allir með dragnót, en færabátarnir Örnólfur, Ástin °g Kvikk voru allir með 11 lestir. Þingeyri: 7 bátar stunduðu handfæra- veiðar og öfluðu 144 lestir í mánuðinum. Aflahæstir voru Búi með 34 lestir, And- vari 32 lestir, Tindfell 26 lestir og Valdís 22 lestir. FlateyH: 13 bátar stunduðu handfæra- veiðar og öfluðu 207 lestir í mánuðinum. Aflahæstir voru Trausti með 27 lestir, Kári 18 lestir og Gullborg 15 lestir. Suðureyri: 17 bátar stunduðu handfæra- veiðar og nam heildarafli þeirra 207 lest- um. Aflahæstir voru Stefnir með 43 lestir, Jón Guðmundsson 32 lestir og Leó með 19 lestir. Bolungarvík: 16 bátar stunduðu hand- færaveiðar og 1 bátur reri með dragnót. Varð heildarafli þeirra í mánuðinum 329 lestir. Aflahæstir færabátanna voru Guð- rún með 54 lestir, Guðjón 36 lestir og Haukur 32 lestir. Hnífsdalur: 3 bátar stunduðu handfæra- veiðar og 1 var með dragnót. Aflahæstur var Gylfi með 32 lestir í dragnót, en af færabátunum var Einar aflahæstur með 21 lest. Isafjörður: 13 bátar stunduðu hand- færaveiðar og 4 reru með línu. Nam heildarafli þessara báta 251 lest. Afla- hæstir færabátanna voru örn með 57 lest- ir, Mummi 43 lestir og Haförn með 33 lestir. Súðavík: 2 bátar stunduðu dragnóta- veiðar og lönduðu 20 lestum, 10 lestum hvor.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.