Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1965, Blaðsíða 4

Ægir - 01.09.1965, Blaðsíða 4
242 ÆGIR Hólmavík: 3 bátar stunduðu dragnóta- veiðar og 2 handfæraveiðar og var afli mjög rýr, aðeins 18 lestir yfir mánuðinn. Aflahæstur var Hilmir með 10 lestir í dragnót. Drangsnes: Þaðan var engin útgerð í mánuðinum. VESTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR í júlímánuði 1965. Gæftir voru einmunagóðar í júlímánuði og ágætur afli allan mánuðinn. Bárust nú á land 3.256 lestir, en í fyrra var aflinn í júlí 2.230 lestir. 156 bátar stunduðu nú veiðar í fjórðungnum, og voru 129 þeirra með handfæri, 8 með línu, 17 með dragnót og tveir voru með humartroll. Lögðu þeir báðir mikinn hluta aflans upp í Faxaflóa- höfnum. Afli færabáta frá Vestfjörðum hefir ekki verið jafngóður um langt ára- bil, bæði er aflamagnið meira og jafnframt stærri og betri fiskur, sem nú barst á land. Sóttu færabátarnir nú mikið af sínum afla suður í Patreksfjarðarflóa, en undan- farin sumur hafa færabátar frá Djúpi að mestu leyti fengið afla sinn úti af Ströndum, og hefir það yfirleitt verið mjög smár fiskur. Afli í einstökum verstöðvum: Patreksfjörður: 5 bátar stunduðu drag- nótaveiðar og 23 handfæraveiðar, og var heildarafli þeirra 470 lestir. Af dragnóta- bátunum voru aflahæstir Skúli Hjartarson með 62 lestir, Pétur Guðmundsson 62 lestir og Diddó 49 lestir, en af færabátunum voru aflahæstir Andvari með 29 lestir, Vonin AK 29 lestir og Hringur 26 lestir. Tálknafjörður: 2 bátar stunduðu drag- nótaveiðar og 5 handfæraveiðar, og var heildaraflinn 137 lestir. Valur aflaði 63 lestir og Höfrungur 49 lestir, báðir í drag- nót, en af færabátunum var Skyldingur aflahæstur með 14 lestir. Bíldudalur: 3 bátar stunduðu dragnóta- veiðar og 6 handfæraveiðar, og varð heild- arafli þeirra í mánuðinum 200 lestir. Jör- undur Bjarnason aflaði 61 lest, Freyja 48 lestir og Dröfn 42 lestir, allir í dragnót, en af færabátunum var Ástin með beztan afla, 10 lestir. Þingeyri: 7 bátar stunduðu handfæra- veiðar í mánuðinum og öfluðu alls 166 lestir. Aflahæstir voru Valdís með 32 lest- ir, Búi 28 lestir og Tindfell með 28 lestir. Flateyri: 4 bátar stunduðu veiðar með línu og 15 með handfæri, og varð heildar- aflinn í mánuðinum 296 lestir. Afla- hæstir línubátanna voru Bragi með 57 lestir, Helgi 31 lest og Sigurvon 19 lestir, en af færabátunum voru aflahæstir Trausti með 31 lest, Gullborg 21 lest og Fiúða 10 lestir. Suðureyri: 19 bátar stunduðu handfæra- veiðar, og varð heildarafli þeirra í mánuð- inum 489 lestir. Aflahæstir voru Jón Guð- mundsson með 60 lestir, Farsæll með 56 lestir og Vonin með 51 lest. Bolungarvík: 26 bátar stunduðu hand- færaveiðar, og varð heildaraflinn 460 lest- ir. Aflahæstir voru Guðrún með 71 lest, Húni 43 lestir og Guðjón 36 lestir. Hnífsdalur: 1 bátur stundaði dragnóta- veiðar og 3 handfæraveiðar, og var afli þeirra 135 lestir. Gylfi var með 34 lestir í dragnót, en Einar var aflahæstur færa- bátanna með 61 lest, Dynjandi fékk 24 lestir og Gissur hvíti 16 lestir. Isafjörður: 18 bátar stunduðu hand- færaveiðar og 4 reru með línu. Varð heild- arafli þeirra 627 lestir í mánuðinum. Afla- hæstir færabátanna voru Örn með 87 lestir, Víkingur II með 78 lestir, Haförn 70 lestir og Mummi 61 lest. Súðavík: Freyja var með dragnót og aflaði 30 lestir, en Trausti og Sæbjörn voru á humarveiðum. Landaði Trausti 15 lestum í Súðavík, en Sæbjörn landaði 43 lestum. Hólmavík: 4 bátar stunduðu dragnóta- veiðar og 4 handfæraveiðar, og varð heild- arafli þeirra 117 lestir. Af dragnótabát- unum voru aflahæstir Hilmir með 21 lest og Sigurfari með 20 lestir, en af færabát- unum voru aflahæstir Farsæll með 21 lest og Kópur með 18 lestir. Drangsnes: 1 bátur stundaði dragnóta-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.