Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1965, Page 5

Ægir - 01.09.1965, Page 5
ÆGIR 243 veiðar, en 3 voru með handfæri. Var heild- arafli þeirra 71 lest. Sólrún fékk 36 lestir í dragnót, Smári 18 lestir og Pólstjarnan 17 lestir, báðir á handfæri. AU STFIRÐINGAFJ ÓRÐUN GUR í júlímánu’ði 1965. 1 mánuðinum var veðráttan með kald- asta móti en gæftir voru fremur góðar. Út- gerð á smærri bátum var lítil og afli mjög misjafn eftir verstöðvum. T.d. hafa þeir sem hafa róið af fjörðunum fyrir norðan Seyðisfjörð aflað mjög lítið og sama er að segja af syðstu fjörðunum nema Horna- firði. En þeir sem hafa róið af fjörðunum frá Seyðisfirði til Fáskrúðsfjarðar hafa yfirleitt aflað vel og sumir mjög vel, þegar miðað er við, að við hvern bát vinna lítið annað en mennirnir sem róa og það sem heimili þeirra geta hjálpað í landi, t.d. við beitningu o.þ.u.l., en allir verka aflann sjálfir í salt að mestu. Síldarsöltun var mjög lítil í mánuðinum og yfirleitt dauft yfir síldveiðunum. Humar- og dragnóta- veiði var nokkuð stunduð frá Hornafirði. Aflinn var fremur tregur. Homafjörður: Utgerð þaðan var sama og í fyrra mánuði, fimm stórir bátar á síldveiðum, þrír minni bátar á humarveið- um og þrír á dragnótaveiðum, auk þess lögðu tveir humarveiðibátar frá Norð- firði og Seyðisfirði þar upp afla sinn. Afli lagður á land í mánuðinum var alls 162 tonn, þar af voru 26 tonn slitinn humar og um 13 tonn ýsa, hitt var næstum allt koli. Djúpivogur: Þaðan var engin útgerð í mánuðinum önnur en „Sunnutindur“ á síldveiðum. Síldarverksmi ðj an tók til starfa snemma í mánuðinum og var nú um mánaðamótin búin að taka á móti um 20,000 málum af síld. Saltað hafði verið 1 130 tunnur. BreiMalsvík: Ekkert annað var gert út þar en „Sigurður Jónsson" sem var á síld- veiðum. Síldarverksmiðjan var búin að taka á móti um 37,000 málum af síld og saltað hafði verið í um 400 tunnur. Stöövarfjöröur: Engin teljandi útgerð var þar í mánuðinum önnur en stóru bát- arnir tveir, sem eru á síldveiðum. Það sem hefir verið farið á sjó á opnu vél- bátunum hefir lítinn árangur borið. Saltað hefir verið í 300 tunnur af síld. Fáskrúösfjöröur: Útgerð þaðan í mán- uðinum var þrír stórir bátar á síldveiðum og fimm minni þilfarsbátar og opnir vél- bátar, sem róa ýmist með línu eða handfæri. Afli þeirra hefir oftast verið mjög tregur. Þeir salt aflann sjálfir því frystihúsin taka ekki fisk til frystingar í sumar. Síldarverksmiðjan var búin að taka á móti 85,000 málum af síld af saltað hefir verið í um 6400 tunnur og um 200 tunnur hafa verið frystar. Þrjár söltunar- stöðvar eru starfandi. Reyðarfjöröur: Þaðan voru stóru bát- arnir tveir á síldveiðum og einn opinn vélbátur frá Vattarnesi rær með hand- færi. Afla hans hefir oftast verið tregur, oftast hálf til heil lest í róðri og er salt- aður. Síldarverksmiðjan var búinn að taka á móti um 85,000 málum af síld og saltað hafði verið í um 3000 tunnur á fjórum söltunarstöðvum sem þar eru starfandi. Eskifjöröur: Finim stórir bátar þaðan voru á síldveiðum og einn var á botn- vörpuveiðum og sigldi með aflann. Tveir litlir bátar reru nokkuð í mánuðinum og fiskuðu nokkuð vel. Aflann salta og verka þeir sjálfir. Snemma í mánuðinum veiddi einn af stóru bátunum rúmlega 100 tonn af ýsu í nót í firðinum. Síldarverksmiðjan var um mánaðamótin búin að taka á móti 112,583 málum af síld, og saltað hafði verið í tæpar 10,000 tunnur á fjórum söltunarstöðvum og 1500 tunnur höfðu verið frystar. Noröfjöröur: Þaðan voru níu stórir bát- ar á síldveiðum og einn var á veiðum með botnvörpu og sigldi með aflann. Einn 25 tonna bátur var á humarveiðum og lagði aflann upp á Hornafirði. Einn 35 tonna bátur var á handfæraveiðum og aflaði fremur vel, mest á miðunum við Langanes.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.