Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1965, Blaðsíða 6

Ægir - 01.09.1965, Blaðsíða 6
244 ÆGIR Fimm litlir þilfarsbátar reru talsvert í mánuðinum og öfluðu fremur vel, aðallega á línu, sumir ágætlega eða allt að 40 tonn í mánuðinum. Sex eða sjö opnir vélbátar reru lítilsháttar. Alls var afli, sem lagður var á land í mánuðinum 256 tonn, þar að auki er svo talsvert, sem farið hefir til neyzlu. Síldarverksmiðjan var búin að taka á móti 150,000 málum af síld og salt- að hafði verið alls í 12,074 tunnur á fimm söltunarstöðvum. Mjóifjörbur: Ekkert var róið þaðan í mánuðinum. Síldarsöltunarstöðin sem þar var verið að byggja, var tilbúin til að taka á móti síld og búið var að salt í 800 tunnur. Seyðisfjöröur: Þaðan voru stóru bát- arnir þrír á síldveiðum og einn 30 tonna bátur var á humarveiðum og lagði aflann á land á Hornafirði. Þrír litlir þilfarsbátar reru með línu og fiskuðu nokkuð vel. Fish- inn verkuðu þeir sjálfir í salt að mestu leyti. Róðrar voru fáir vegna þess að sömu mennirnir sem voru á bátunum unnu að verkun aflans. Sá sem mestan afla hafði fékk frá 10. júní til júlíloka um 50 tonn í 15 sjóferðum. Rúmlega 200,000 mál af síld hjá báðum bræðslunum, þar af voru 29,635 mál flutt til Siglufjarðar. Níu síldarsöltunarstöðvar voru starfandi og voru búnar að salta samtals í um 19,000 tunnur. Frystar höfðu verið 700 tunnur. Borgarfjöröur: Þaðan reri aðeins einn opinn vélbátur með línu, en aflaði mjög lítið. Síldarverksmiðjan var búin að taka á móti um 17,000 málum af síld og saltað hafði verið í 420 tunnur. Vopnafjörður: Tveir opnir vélbátar reru nokkuð í mánuðinum með línu en öfluðu mjög lítið. Mestur afli í róðri var eitt tonn en oftast minna en hálft tonn. Engin síld barst í mánuðinum. Bakkafjöröur: Fimm opnir vélbátar reru þar nokkuð, aðallega með handfæri en öfluðu mjög lítið. Aflann verkuðu þeir sjálfir í salt. Engin síld hefur borizt þang- að í sumar. SlLDVEIÐARNAR norb'arilan&s og austan H. ágúst. Engin veiði var s.l. sólarhring. Fá skip voru úti en urðu ekki vör síldar. 15. ágúst. Aðeins 1 bátur fékk 800 mál við Hrollaugsey. Veður var sæmilegt en strekkingur með köflum. Slæmt leitar- veður. 16. ágúst. 10 skip fengu 3.050 tn. við Hrollaugseyjar og í Reyðarfjarðardýpi 40 sjóm. undan landi. Gott veiðiveður var í Reyðarfjarðardýpi, en lélegt við Jan Mayen. 17. ágúst. S. 1. sólarhring fengu 17 skip alls 8.130 mál og tn. 1 skip fékk 500 tn. 65—70 sjóm. A. af N. frá Dalatanga. 4 skip fengu afla við Hrollaugseyjar og 12 skip slatta í Reyðarfjarðardýpi. Vitað er um 6 skip, sem haldið hafa á miðin við Norður-Noreg. 18. ágúst. S.l. sólarhring fengu 2 skip 1.700 mál við Jan Mayen og 1 skip 150 tn. í Reyðarfjarðardýpi. Sólarhringsafli 3ja skipa var því 1.850 mál og tn. 19. ágúst. Bræla var á miðunum fyrú* austan. 7 skip tilkynntu afla samt. 7.210 mál og tn., sem f engust við Jan Mayen. 20. ágúst. Batnandi veður var á síldar- miðunum eystra s.l. sólarhring og ága?tt veiðiveður við Jan Mayen. Sólarhringsafli 19 skipa var 6.900 mál og tn. 21. ágúst. S.l. sólarhring voru skipin að veiðum í Reyðarfjarðardýpi, utanverðu Gerpisflaki og við Jan Mayen. 30 skip fengu alls 11.210 mál og tn. Hægviðri var á miðunum. N.A. gola og þoka. 22. ágúst. Lélegt veiðiveður var í Reyð- arfjarðardýpi, en gott veður var við Jan Mayen. 9 skip tilkynntu veiði, sem öll fékkst við Jan Mayen. 23. ágúst. Batnandi veiðiveður. 16 skip tilkynntu afla úr Reyðarfjarðardýpi og Tangaflaki 2.980 mál og tn. og frá Jan Mayen tilkynntu 5 skip 5.400 mál og tn. Alls fékk því 21 skip 8.380 mál og tn. 8.1. sólarhring. 2i. ágúst. Sólarhringsaflinn var 9.678 mál og tn. af 32 skipum. Síldin veiddist

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.