Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1965, Blaðsíða 13

Ægir - 01.09.1965, Blaðsíða 13
ÆGIR 251 Reglugerð um þorsk' ogýsuveiðar með nót 1. gr. Gerð þorsk- og ýsunóta, sem notaðar eru til veiða innan endimarka landgrunns Islands, skal vera þannig, að poki nótar, sem er 220 faðmar eða lengri, skal ekki vera lengri en 30 faðmar á teini. Poki styttri nóta skal vera minni hlut- fallslega. 2. gr. Möskvastærð þorsk- og ýsunóta skal minnst vera 110 mm, þegar möskvinn er mældur í votu neti, teygður horna á milli, eftir lengd netsins. Komist flöt mælistika, 110 mm breið og 2 mm þykk, auðveldlega í gegn, þegar netið er vott. Poki nótarinnar er ekki háður möskvastærðar- takmörkuninni. 3. gr. Ráðuneytið getur heimilað þeim aðilum, sem þegar eiga smáriðnari þorsk- og ýsunætur en í fyrirmælum þessum greinir, að nota þær nætur í næstu tvö ár eftir útgáfudag reglugerðar þess- arar. Þó skal ávallt, er skipt er um nótabálk, setja bálk með 110 mm lágmarksstærð möskva í stað þess, er tekinn er í burtu. Umsóknir um notkun þessara nóta skulu sendar ráðuneytinu innan eins mánaðar frá birtingu reglugerðar þessarar og skal umsókninni fylgja sónnun á, hvenær nótin var keypt og flutt til landsins. 4. gr. Á vetrarvertíð 1965 er óheimilt að kasta nót til veiða á þorski eða ýsu á tímabilinu frá því 1 klst eftir sólarlag þar til 1 klst fyrir sólar- upprás. 5. gr. Þorskanet skulu lögð í eina stefnu á sama veiðisvæði, eftir því sem við verður komið. Þegar gert er að fiski um borð í veiðiskipi, sem stundar veiðar með nót eða þorskanetjum, er bannað að kasta slógi útbyrðis á veiðisvæðinu. 7. gr. Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum. Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 1- gr. laga nr. 44 5. apríl 1948, um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins, til að öðlast gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öll- um, sem hlut eiga að máli. Jafnframt er úr gildi felld fyrirmæli um gerð þovsk- og ýsunóta frá 5. febrúar 1965. Sjávarútvegsmálaráðuneytið, 27. marz 1965 Emil Jónsson. Gunnlagur E. Briem Aó kaupa þad bezta = SPARNAÐUR! Margföld reynzla hefur sannað endingar- gæði RUST-OLEUM, sem á sér enga hlið- stæí5u. 40 ára leiðandi notkun í Bandaríkj- unum sanna gæðin. RUST-OLEUM inniheldur sérstakar efna- blöndur úr fiskiolíum og smýgur í gegnum ryðið alla leið að hinum óskemmda málmi. RUST-OLEUM sparar bæði vinnu og efnis kostnað með hinu mikla endingarþoli sínu. Hota atsr-Méuui RUST-OLEUM Sérstætt eins og yðar eigið fingrafar. E.TH.MATHIESENh.f. LAUGAVEG 178 - SlMI 36 570

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.