Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1965, Blaðsíða 4

Ægir - 15.11.1965, Blaðsíða 4
326 ÆGIR HafnarfjörSur: Þaðan hafa 22 bátar stundað veiðar, þar af 14 bátar með herpi- nót, við Suður- og/eða Austurland, 7 með troll og 1 með línu. Gæftir voru afar stirðar og varð afli togbátanna alls 53 lestir, en afli línubátanna 26 lestir. Reykjavík: Þaðan stunduðu 58 bátar veiðar á tímabilinu, þar af voru 22 bátar á síldveiðum við Suður- og/eða Austur- land, 15 með dragnót, 14 með humartroll, 4 með fiskitroll og 3 bátar með línu. Afli var mjög tregur í humartroll og voru bát- arnir að smáhætta veiðum til 15. okt. Dragnótabátar fengu allgóðan afla síðast í mánuðinum. Afli togbáta var 5—8 lest- ir í veiðiför, aðallega karfi og afli línu- bátanna var 3—5 lestir í róðri. Gæftir voru mjög óhagstæðar. Akranes: Þaðan stunduðu 13 bátar veið- ar á tímabilinu, þar af voru 8 bátar á síld- veiðum með herpinót en 5 bátar reru með línu. Fóru þeir alls 63 róðra og öfluðu 313 lestir. Ölafsvík: Þaðan hafa 17 bátar stundað veiðar á tímabilinu, þar af voru 5 bátar á síldveiðum. Afli þeirra báta sem stund- uðu veiðar á heimamiðum var: Bátar Lestir RóSrar í dragnót..... 6 132 43 Á línu........ 6 174 50 Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Lestir Róðrar Jón Jónsson (lína) .... 76 15 Steinunn (lína) ......... 62 12 Hrönn (dragnót) ......... 34 9 Rif: Þaðan reru 5 bátar með línu, gæft- ir voru allsæmilegar, en afli misjafn. Mestan afla í róðri fékk m/s Kap þann 25/10 10,7 lestir. Aflinn á tímabilinu varð alls 293 lestir í 57 róðrum, aflahæstu bát- ar á tímabilinu voru m/s Hamar með 123 lestir í 19 róðrum og m/s Kap með 56 lestir í 11 róðrum. Grundarfjörður: Þaðan stunduðu 3 bát- ar veiðar, þar af voru 2 með dragnót og 1 bátur með línu. Gæftir voru slæmar og afli afar rýr. Stykkishólmur: Þaðan reru 4 bátar með línu og varð afli þeirra alls 87 lestir í 27 róðrum. Þá reru einnig nokkrir trillubát- ar af og til með handfæri og línu, fengu þeir alls 15 lestir. Gæftir voru fremur stirðar. N ORÐLENDIN GAFJ ÓRÐUN GUR í október. Skagaströnd: Þar aflaðist 60.8 lestir í mánuðinum, þar af 29 lestir koli. Hofsós: 4 dekkbátar voru á dragnót og öfluðu 120 lestir, mest af kola. Siglufjöröur: M/b Hringver fór 22 sjóf. og aflaði 106 lestir, Tjaldur fór 22 sjóf. og aflaði 87 lestir, Orri fór 13 sjóf. og aflaði 53 lestir. Róið var með línu. Aflinn er veg- inn ósl. ólafsfjöröur: 5 dekkbátar voru með dragnót og 14 opnir með færi. Alls öfluðust 185,8 lestir, þar af 24 lestir í dragnót. Að- komubátar lönduðu þar að auki 20 lestum. Dalvík: Fimm dragnótabátar reru héð- an, aðrir bátar voru lítið að. Alls var land- að 150 lestum, þar af 40 lestum af togur- um frá Akureyri. Hrísey: 15 dekkbátar og opnir vélbátar lönduðu 182,1 lest. Haförn aflaði 33 lestir, Eyrún 32 lestir. Aflinn var úr 194 sjó- ferðum með dragnót og færi. Grímsey: Sex opnir bátar og einn dekk- bátur öfluðu 45,2 lestir af þorski á línu, sl. m. h. Húsavík: Sex dekkbátar og nokkrar trillur öfluðu 27,6 lestir, ósl., þar af 30 lestir af dragnótabátum. Þórshöfn: Fimm dekkbátar og tveii' opnir fóru 41 sjóferð og öfluðu 82,2 lestir, sl. m. h. AUSTFIRÐIN GAF J ÓRÐUNGUR í október. Sama og engin útgerð önnur en síld- veiðar var í fjórðungnum í mánuðinum. Framan af voru gæftir nokkuð góðar og var þá góð síldveiði. Seinni hluta mánað- arins voru gæftir ekki eins góðar, en veið- in var alltaf jafngóð, þegar veður leyfði.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.