Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1965, Blaðsíða 9

Ægir - 15.11.1965, Blaðsíða 9
ÆGIR 331 FISKVEIÐAR Á FJARLÆGUM MIÐUM OG FRAMTÍÐARHORFUR ÞEIRRA Mörgum árum áður en brezk fiskiskip hættu sér á miðin við Grænland og Ný- fundnaland voru togarar farnir að sigla alla leið suður með ströndum Marokkó í leit að kola og lýsingi. Þarna var að vísu fiskur, en minna varð úr veiðiskapnum vegna þess, að Spánverjar lögðu svo þunga skatta á aflann, sem landað var á Spáni, að halli varð á rekstrinum. Ógerlegt reynd- ist að sigla framhjá spönsku höfnunum, því að allt of mikill tími fór í að sigla með aflann til Bretlands og óhjákvæmi- leg nauðsyn að fá olíu og ís í hafnarborg- um á Spáni. Eftir heimstyrjöldina síðari leituðu brezk skip aftur suður á bóginn. Þau fundu mikið af lýsingi takmarkaðan tíma úr árinu, en gæði fisksins voru meiri á miðunum við Bretland og nóg af honum þar á þeim tíma, svo að þessar ferðir lögð- ust niður. Þær voru að vísu reyndar aftur nokkru seinna, en þá fannst enginn fisk- urinn, og „suðurferðir" þar með lagðar á hilluna. I þessum ferðum höfðu togararnir siglt alllangt suður fyrir Kanarí-eyjar, á þær slóðir þar sem rússnesk og japönsk frysti- skip hafa veitt þúsundir lesta af lýsingi á síðustu árum. Nú eru norðlæg mið greinilega að verða fátækari. Sístækkandi floti brezkra verk- smiðjutogara er neyddur til að leita á aðr- ar slóðir, og Suður-Atlantshafið er ein- mitt það svæði, sem bent hefur verið á sem aflauppsprettu framtíðarinnar. En nú sýnist ekkert líklegra en einmitt það land, sem benti evrópskum fiskiskipum til suð- lægra miða, verði sjálft að láta í minni pokann fyrir öðrum þegar mest á reynir! Þessar uggvænlegu horfur eru ræddar í tímabærri skýrslu, sem þeir David Garrod og John Gulland á Fiskirannsóknarstofn- uninni í Lowestoft hafa tekið saman, og nefnist: „Framtíðarhorfur fiskveiða á fjarlægum miðum“. Þeir segja, að líffræðilegar orsakir tak- marki stofninn á miðunum við Patagóníu og Suður—Afríku við meginlandsgrunnið og ráði þannig veiðiþoli svæðisins. Verði snögg aukning í sókninni á þessum slóðum, gæti vel svo farið, að stofninn þyldi það ekki og aflamagnið minnkaði skyndilega. Aðaltilgangur skýrslunnar er þó að gefa yfirlit yfir miðin á Norður-Atlantshafi. Þau eru athuguð hvert fyrir sig, bæði með tilliti til veiðisóknar og afla og ýmissa fleiri atriða, og síðan reynt að segja fyrir um veiði komandi ára. Helzta niðurstaðan er sú, að haldi sóknin áfram að aukast, án þess að viðhlítandi varnaraðgerðum sé beitt, muni aflamagnið verða minna en svo að veiði borgi sig. Ofveiði hljóti óhjá- kvæmilega að segja til sín, og þar sé eng- in „gullkista“, sem hægt sé að grípa til, því að öll miðin séu nýtt sem stendur. Það sem mestu máli skiptir fyrir hina fjárhagslegu hlið útgerðarinnar, eru veiði- horfurnar á þessum miðum í náinni fram- tíð. í skýrslunni eru þau atriði rædd með því að rannsaka og skilgreina styrkleika hinna ýmsu árganga fisksins. Stuðzt var við upplýsingar frá mörgum löndum. Nið- urstöður þessara athugana eru sem hér segir: Bcirentshaf — þorskur: Á þessu svæði er ólíklegt, að sókn rússneskra veiðiskipa muni aukast verulega frá því sem hún var 1963, þegar hún var með mesta móti og nam tveim þriðju af allri veiði í Bar- entshafi. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru þær, að Rússar leggja nú aðaláherzlu á stór verksmiðju- og frystiskip, sem henta betur fjarlægari miðum. Framh. á bls. 335.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.