Ægir

Árgangur

Ægir - 15.11.1965, Blaðsíða 13

Ægir - 15.11.1965, Blaðsíða 13
Æ GIR 335 Fiskveiðar á fjarlægum miftum Framh. af bls. 331. Samkvæmt rússneskum gögnum, er safnað var í rannsóknarleiðöngrum þar sem notuð voru smámöskvuð net, segir í skýrslunni, voru árgangarnir 1948, 1949 og 1950 sterkir og stuðluðu að góðum afla á árunum 1955 og 1956. Þannig ættu veið- arnar árin 1964—68 að byggjast á ár- göngunum frá 1958—64. Þá versna held- ur horfurnar, því að einungis árganguí’- inn 1958 var yfir meðallag, árgangurinn 1960 var fyrir neðan meðallag, 1961 tals- vert neðar og 1962 var veikur árgangur. Barentshaf — ýsa: Þessi kafli skýrsl- unnar er miklu meira uppörvandi. Þar kemur í ljós, að sterki árgangurinn frá 1950 gaf enskum togurum góðan afla árið 1956, og sterku árgangarnir 1956 og 1957 sáu um ánægjulegt aflamagn árin 1960— 62. Athuganir Rússa á ungri ýsu hafa sýnt, að árgangurinn 1959 var a. m. k. í meðallagi sterkur, og árgangarnir 1960— 66 verða að öllum líkindum talsvert fyrir ofan meðallag. Þetta bendir til þess, að afli verði góður næstu tvö til þrjú árin. Bjarnarey, Spitsbergen — þorskur: Skýrslan byggir á niðurstöðum rússneskra leitarskipa og aflasamsetningu brezkra togara og telur, að veiðin á árunum 1964 67 muni aðallega byggjast á árgöngunum 1957—63. Þetta eru sömu aldursflokkarn- ir og í Barentshafi og verða að teljast mjög veikir. 1 skýrslunni er ályktað, að aflamagn muni fara minnkandi fram til 1966, en þá geti orðið smávegis aukning. Ekki sé þess þó að vænta næstu fimm árin, að aflinn komist upp í það, sem hann var á árunum kringum 1955. Noregsströnd — þorskur: Þorskurinn, sem veiðist við strönd Noregs, er aðallega fullþroska þorskur, 8 ára eða eldri, sem kemur frá átusvæðunum við Bjarnarey og í Barentshafi. Aflamagnið er því ná- tengt aflanum á tveim síðast töldu miðun- um. Lélegir árgangar, mikil sókn í veið- unum og fleiri atriði, sem koma til sög- unnar í Barentshafi og við Bjarnarey, munu að öllum líkindum hafa áhrif á fisk- veiðarnar við Noregsströnd. Noregsströnd — ýsa: Eins og áður get- ur, má búast við að aflamagnið við strönd Noregs verði í nánum tengslum við ástand- ið í Barentshafi og við Bjarnarey, en komi þar fram tveim árum seinna. Það bendir til þess, að sterku ýsu-árgangarnir frá 1960 og 1961 í Barentshafi komi ekki veiðunum við Noreg að gagni fyrr en árið 1967 í fyrsta lagi. Island — þorskur: íslandsmið seiða ekki til sín hina stærri verksmiðjutogara Rússa, Breta og annarra Evrópuþjóða, sem nú eru teknir í notkun í æ ríkara mæli. Þess vegna má ætla, að aflamagnið þar verði nokkuð stöðugt á næstu árum. fsland — ýsa: Sterku ýsu-árgangarnir frá 1956—57 gáfu ágæta veiði árin 1961 og 1962, en aflamagnið minnkaði aftur 1963 þegar þessir aldursflokkar féllu út úr veiðinni. Seinustu fáanlegar upplýs- ingar um árgangana 1958, 1959 og 1960, sem koma til með að hafa áhrif á aflann í náinni framtíð, benda til þess, að hann verði í meðallagi, jafnvel góður. Austur-Grænland — þorskur: Þó að fiskveiðar séu ekki stundaðar þar í stór- um stíl, er svæðið svo takmarkað, að þegar má telja að um ofveiði sé að ræða. Þegar veiðar byrjuðu að aukast árið 1950, var mestmegnis gamall fiskur í aflanum, en nú er hann gersamlega horfinn, og bend- ir það til þess, að mjög mikil nýting sé í veiðunum. Meðalaldur fisks, sem þarna veiðist nú, er svipaður og þorsksins, sem veiddur er við Island, enda eru þessir stofnar mjög tengdir. 1 skýrslunni er álykt- að, að ekki séu miklir möguleikar á aukn- um afla á þessu svæði. Vestur-Grænland — þorskur: 1 byrjun þessarar aldar var lítið um þorsk við Grænland, en breytingar á hlýju straum- unum úti fyrir ströndinni hituðu sjóinn, og þorskstofninn jókst skyndilega. Ef kólnun yrði aftur á straumnum gæti svo farið, að þorskurinn hyrfi jafn skyndilega,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.