Ægir

Volume

Ægir - 15.11.1965, Page 14

Ægir - 15.11.1965, Page 14
336 ÆGIR en ekki er búizt við slíkri breytingu í ná- inni framtíð. Ef marka má þær upplýs- ingar, sem fengizt hafa um styrkleika ár- ganganna, má vænta góðs afla á næsta ári, en 1966 og 1967 er líklegt að um snöggan samdrátt verði að ræða. Labrador — þorskur: Aflinn náði há- marki 1961, þegar talið er að gamla fisk- inum, sem fékk að dafna í friði nokkur ár vegna lítillar nýtingar, hafi bókstaf- lega verið mokað upp. Nú er aflamagnið komið undir nýju árgöngunum, eins og annars staðar. Hins vegar er sóknin nú tuttugföld, en aflinn aðeins tífaldur á við það sem áður var. Þó að taka verði þessum upplýsingum með fyrirvara, fer afli vissulega minnkandi á þessum slóðum. Nýfundnaland — þorskur: I þessum kafla skýrslunnar er að finna þær athygl- isverðu upplýsingar, að sókn rússneskra veiðiskipa hefur í auknum mæli beinzt að silfurlýsingi, sem árið 1933 nam 60% af löndunum þeirra, en aðeins 25% árið 1962. Vegna þessara breytinga á veiðitil- högun Rússanna og áhuga sumra þjóða, er áður veiddu við Nýfundnaland, fyrir Suður-Atlantshafi, að ógleymdu seinlæti annarra við að byggja upp úthafsflota, þarf ekki að búast við aukinni sókn í veið- unum á þessu svæði næstu árin. Ýsuaflinn við Nýfundnaland mun ekki aukast fyrr en árin 1967—68. Þetta er byggt á upplýsingum frá kanadiskum rannsóknarleiðöngrum, sem ekki hafa fundið neina sterka árganga nýlega. Síð- asti sterki árgangurinn kom 1955 og olli aukningu í veiðunum 1960—61. Nýja England/Nova Scotia — þorskur: Portúgalskir og spánskir togarar hafa aldrei leitað verulega á þessi mið, og afla- magnið gefur tæpast tilefni til að nokkur brezkur frystitogari telji borga sig að stunda þar veiðar. Karfi: Þessi athyglisverði kafli skýrsl- unnar er ekki bundinn við nein sérstök mið, heldur byggður á karfaveiðunum yf- irleitt. Þar kemur fram, að karfaaflinn nær venjulega hámarki í byrjun veiða, en dregst þá snögglega saman. Þetta sézt ljós- lega af ástandinu á miðunum við Labra- dor, þar sem 78 þús. lestir veiddust árið 1958 — fyrsta árið, sem veiðar voru stund- aðar þar að ráði. Aflinn komst upp í 83 þús. lestir árið 1960, en féll svo niður í 6 þús. lestir árið 1963. Svipaða sögu er að segja af miðunum við Island, Austur- Grænland, Austur-Nýfundnaland, Flemish Cap og á Nýja Englandssvæðinu. Þess sjást hins vegar merki, að hugs- anlegt verði að endurvekja þessar veiðar að einhverju leyti. Suðvestur af íslandi eru karfamið, þar sem hægt er að fá mikið aflamagn, ef aðeins finnst einhver aðferð til að ná fiskinum. Af fjölda karfa- seiða frá þessu svæði má búast við stór- um stofni kynþroska karfa af báðum kynj- um, en áður en hægt verður að telja þetta nýjan nægtabrunn, verður að útiloka þann möguleika að þetta geti verið hluti af íslands—Austur-Grænlands stofninum, sem þegar er mjög mikið nýttur. (World Fishing).

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.