Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1965, Qupperneq 4

Ægir - 01.12.1965, Qupperneq 4
342 ÆGIR nót fram eftir mánuðinum, en færabát- arnir voru allir hættir. Afli línubátanna var þessi: Hrönn 98 lestir í 18 róðrum, Víkingur II 88 lestir í 18 róðrum, Dan 66 lestir í 14 róðrum og Guðný 31 lest í 6 róðrum. Víkingur RE landaði 31 lest af dragnótafiski úr 6 róðrum. Heildaraflinn í mánuðinum var 318 lestir. SúSavík: Línubátarnir voru allir byrj- aðir róðra, og var afli þeirra þessi: Svan- ur 87 lestir í 9 róðrum, Trausti 51 lest í 13 róðrum og Freyja 40 lestir í 11 róðrum. Hólmavík: Fjórir dragnótabátar og 1 línubátur stunduðu veiðar í mánuðinum, og var heildarafli þeirra 61 lest. Aflahæst- ur var Guðmundur frá Bæ með 32 lestir í dragnót. Drangsnes: Þaðan var engin útgerð í mánuðinum. SILDVEIÐARNAR noröanlands og austan ÍU. nóv. S.l. sólarhring tilkynntu afla til síldarleitarinnar 55 skip með 62.600 mál, sem veiddust 43—48 sjóm. SA af A frá Dalatanga. 15. nóv. 24 skip fengu 21.000 mál frá sömu slóðum og daginn áður. 16. nóv. Sólarhringsafli var 14.368 mál hjá 18 skipum. Af þessu magni veiddist 9.000 mál í Breiðamerkurdýpi. 17. nóv. Góð síldveiði var s.l. sólarhring á miðunum austur af Dalatanga. 46 skip fengu 48.750 mál og 1 skip tilkynnti afla úr Breiðamerkurdýpi, 600 mál. 18. nóv. Flotinn var á svipuðum slóðum og áður 60—70 sjóm. SA af Dalatanga. 41 skip tilkynnti um afla samtals 40.950 mál. Ágætt veður á miðunum. 19. nóv. NA kaldi og éljagangur á mið- unum. 8 skip fengu aðeins 4.140 mál. 20. nóv. 3 skip fengu 2.950 mál á miðun- um austur af landi og 1 skip fékk 1.300 mál í Breiðamerkurdýpi. Alls fengu því 4 skip 4.250 mál s.l. sólarhring. 21. nóv. Gott veður var komið á miðin og góð síldveiði. 49 skip fengu 50.200 mál 55—60 sjóm. SA frá Dalatanga. 22. nóv. Sl. sólai'hring tilkynnti 51 skip um veiði samtals 53.000 mál frá sömu slóðum og áður. 23. nóv. Veður var gott fram eftir nóttu en fór að hvessa undir morgun. 39.650 mál var sólarhringsafli hjá 46 skipum. 2U- nóv. Lítil síldveiði var s.l. sólar- hring. 12 skip tilkynntu um afla alls 6.500 mál frá svipuðum slóðum og áður. NA stinningskaldi var kominn á miðin. 25. nóv. NA og N kaldi og éljagangur var á miðunum s.l. sólarhring en mörg skip komin suður í Breiðamerkur- og Skeiðar- árdýpi. 6 skip tilkynntu um afla, 2550 mál og tn. af því fékk 1 skip 1.000 tn. í Breiða- merkurdýpi. 26—27. nóv. Hríðarveður og mikill sjór er á miðunum austur af landinu og öll skip í höfn. Vikuskýrslur Laugardaginn 20. nóvember. Viku- aflinn nam 174.821 máli og tunnum og var heildaraflinn á miðnætti s.l. laugar- dag oi’ðinn 3.669.584 mál og tn. Heildai’- aflinn á sama tíma í fyrra var 2.955.991 mál og tn. Aflinn hefur verið hagnýttur þannig: í salt, upps. tn. 401.692 í fyrra 354.204 I frystingu, uppm. tn. 36.708 í fyrra 44.239 í bræðslu, mál 3.231.184 í fyrra 2.557.548 Heildarsíldarmagnið sunnanlands frá vertíðarbyrjun nemur nú 839.562 uppm. tn. Laugardaginn 28. nóvember. Viku- aflinn nam 212.646 málum og tunnum og var heildaraflinn frá vertíðarbyrjun til s.l. laugardags orðinn 3.882.229 mál og tn. Á sama tíma í fyrra var engin veiði fyrir Austurlandi. Aflinn norðanlands og austan hefur verið hagnýttur þannig: í salt, uppm. tn. 402.087 í frystingu uppm. tn. 42.378 I bræðslu, mál 3.437.764 Vikuaflinn sunnanlands nam 149.416 uppm. tn. og nernur heildaraflinn hér sunn- anlands nú 988.978 uppm. tn.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.