Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1965, Blaðsíða 5

Ægir - 01.12.1965, Blaðsíða 5
ÆGIR 343 t Minningarorð: ÞORSTEINN JÓNSSON Laujási ÞORSTEINN Jónsson var fæddur að Gularáshjáleigu í Austur-Landeyjum 14. okt. 1880, en fluttist til Eyja þegar á barnsaldri. Þar lifði hann og starfaði, þar til er hann lézt 25. marz 1965. Tvítugur að aldri er Þorsteinn orðinn formaður á áraskipinu Isak, en 3. febrúar 1906 fer hann sem formaður á einum hinna fyrstu vélbáta, sem til Eyjanna kom, en sá bátur hét Unnur, 7 tonn, og átti Þorsteinn hann í félagi við aðra. Lék mörg- um í Eyjum forvitni á, hvernig til tækist í þessum fyrsta róðri Þorsteins, en ekki var laust við, að ýmsir hefðu vantrú á vélknúnum bátum. En það reyndist gæfa Vestmannaeyja, að þennan febrúardag völdust til þessarar reynslufarar valin- kunnir mannkostamenn, sem með Þor- stein í fararbroddi fylkingar, sneru hrak- spám úrtölumannanna í glæstar vonir byggðarlagsins um bætt lífskjör með komu vélbátanna. Þorsteinn fylgdist ávallt síðan vel með þróuninni og keypti tvær aðrar Unnir, og ávallt var nýja Unnur glæstari og betur búinn farkostur en sú eldri. Þorsteinn var formaður í hálfa öld og missti aldrei mann né skip. Má slíkt heita fágæt gæfa. En þess má geta, að hjá honum var aldrei nema úr- valsskipshöfn, og margir hásetar hans hjá honum áratugi. Til marks um álit það, er Þorsteinn naut í Eyjunum, má nefna, að áratug- um saman var ekki tekin ákvörðun um neitt mikilsvert mál á sviði hafnarmála og útgerðar, að ekki væri fyrst til hans leit- að um ráð. Enda var maðurinn frábær- lega glöggur og vel menntaður, þótt eigi nyti hann langrar skólagöngu, fremur en þá var títt, aðeins tvo vetur í skóla. Er sjómælingar voru gerðar við Eyjar árið 1929, en þær áttu að framkvæma danskir mælingamenn, kom fljótt í ljós, að slíkt yrði ekki gert nema til kæmi að- stoð manns, sem gerþekkti þar öll grunn og boða. Var val mannsins auðvelt, því enginn var betur til þess hæfur en Þorsteinn í Laufási, enda hafði hann haldið dagbækur um allar sínar sjóferðir frá upphafi, sem gerðu honum mun auðveldara að veita hin- um erlendu mælingarmönnum fyllri að- stoð, en ella hefði verið unnt. Á efri árum Þorsteins leitaði bæjarstjórn Vestmannaeyja til hans með beiðni um að hann ritaði útgerðarsögu Vestmannaeyja, frá 1890 til 1930, og eru það hin merk- ustu rit, sem til eru um það tímabil. Það varð gæfa Vestmannaeyja að eiga Þorstein í Laufási, því hann var maður sem ávallt hugsaði meira um Eyjahag en eigin hag. Kom það m. a. fram í því, að hann var sívakandi um velferð byggðarlagsins og ávallt með opinn huga fyrir öllum nýjung- um, sem gætu orðið atvinnulífi Eyjanna Framhald á bls. 345

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.