Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1965, Blaðsíða 7

Ægir - 01.12.1965, Blaðsíða 7
ÆGIR -—¦*•-—-E rlendar fréttir —. ... Frá Færeyjum Nýstárlegt skip frá færeyskri skipasmíðastöð. EINS og Islendingar eiga Færeyingar lífsafkomu sína svo að segja eingöngu undir fiskveiðum og hvalveiðum. Allt sem þeir þarfnast, að undan- skildum fiskínum, er flutt inn frá ö'ðrum löndum, jafnvel kartöflur. Þetta var ein af meginástæð- iumm fyrir því, að Færeyingar stækkuðu fisk- veiðilandhelgi sína í 12 mílur, en sú ákvörðun olli nokkurri óánægju meðal margra vinveittra ríkja. Með aukinni sókn erlendra togara við strend- ur landsins óttuðust eyjaskeggjar, að þeir yrðu sviptir þeirri lífsbjörg, er þar var að finna, og afkomu þeirra þannig stefnt í voða. En Færeyingar eru framkvæmdamenn, og þeir eru nú ákveðnir í að treysta ekki lengur á fisk- veiðarnar einar, þrátt fyrir ýmsa örðugleika. Árum saman hefur mest af veiðiflota Færey- inga verið gamlar skútur úr tré, keyptar frá Bretlandi og fleiri ló'ndum. Eftir heimstyrjöld- ina síðari hafa þó margir fiskimenn þar í eyj- unum fært út kvíarnar og keypt nýtízku tog- Þorsteinn Jónsson Framhald af bls. 34$. lyftistöng. Var af þessu því meiri not, þar sem borið var til mannsins óbilandi traust og því ávallt á ráð hans hlýtt. Þorsteinn var kvæntur Elinborgu Gísla- dóttur og lifir hún mann sinn. Var heimili þeirra að Laufási annálað rausnarheimili, sem öllum þótti gott að heimsækja. Reyndist Elinborg Þorsteini hinn ágætasti lífsförunautur og þá bezt er mest á reyndi. Að verðleikum var Þorsteinn kjörinn heiðursborgari Vestmannaeyja og mun saga byggðarlagsins aldrei verða svo rituð, að Laufáshjónanna verði eigi minnst sem eins af sterkustu og merkustu stofnum Eyjanna. Blessuð sé minning Þorsteins í Laufási. Ársæll Sveinsson. ara, enda þótt fjöldinn allur af bátum stundi enn línuveiðar. Nokkur fyrirtæki í Færeyjum hafa einnig feng- izt við smábátasmíðar síðustu árin, þó að mest- allt timbur verði að flytja inn frá Skandinavíu. Síðan var stofnsett fyrirtæki í Tórshavn til að smíða og gera við stálskip. Og nú fyrir tiltölu- lega skömmu tók önnur skipasmíðastöð til starfa í Skálafirði, þar sem smíðuð eru stálskip, og nefnist hún Skála Skipasmiðja. Eigandi stöðv- arinnar er J. F. Kjölbro í Klakksvík. Þetta er mjög nýtízkuleg stöð, sem hefur þegar smíðað tvö eða þrjú athyglisverð skip. í Skálastöðinni er stór skáli, þar sem hægt er að hafa tvö skip í smíðum undir þaki samtímis. Hægt er að smíða allt að 175 feta löng skip og þau eru það langt komin þegar þeim er hleypt af stokkunum, að ekki líður nema mánuður frá sjósetningu þar til unnt er að afhenda skipin eigendunum. S.l. vor lauk Skála Skipasmiðja við að smíða 700 lesta strandferðaskip fyrir Dani og bráðlega verður byrjað á öðru fyrir útgerðarfélag i Kaup- mannahöfn. Stöðin hefur næg verkefni langt fram á árið 1967. Nýlega lauk þar smíði á mjög merkilegu fiski- skipi af nýrri gerð. Það nefnist „Asur", eigend- urnir eru færeyskir, og smíðakostnaður varð um 180 þús sterlingspund. „Asur" er ætlaður til Hnu- veiða og einnig er þar hægt að koma fyrir hring- nót og kraftblökk. Ólíkt því sem gerist á flest- um öðrum fiskiskipum eru tvö þilför á „Asur". Þetta er nýbreytni, sem á að auka nýtingu og skapa áhöfninni betra skjól. Á flestum línuveið- urum verður áhöfnin að vinna á opnu þilfari, oft við hinar erfiðustu aðstæður. Á „Asur" vinna sjó- mennirnir aftur á móti undir hlífðarþilfari, og meira að segja línan er lö'gð og dregin inn gegn- um sérstök op, sem opnast og lokast sjálfvirkt. Skipið getur þannig verið að veiðum í miklu verra veðri en ella, þar sem áhöfnin er varin fyrir sjóum. En það sem er líklega athyglisverðast við „Asur" er, að skipið hefur þrjár skrúfur. Aðal- vélin er 770 ha June Munktell dieselvél. Auk þess hefur skipið eina skrúfu á kinnungi og aðra á stýri. Þessar skrúfur eiga að auka stýrihæfni skipsins, einkum þegar veitt er með hringnót. Aukaskrúfurnar, sem eru af þýzkri Pleuger-gerð, hafa 75 ha vél hvor. „Asur" getur blátt áfram snúið sér á lengd sinni og á auðvelt með að halda sér frá nótinni, jafnvel móti stormi og straumi. Framhald á bls. 347

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.