Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.1965, Blaðsíða 9

Ægir - 01.12.1965, Blaðsíða 9
ÆGIR 347 Framhald af bls. 345. Að því er bezt er vitað, er aðeins eitt annað fiskiskip í Evrópu með slíkan útbúnað, en það er íslenzki báturinn „Höfrungur“, og hefur bann reynzt mjög vel. „Asur“ er 425 lestir, 142 fet á lengd og 27 fet á breidd, áhöfn 28 manns. Búizt var við, að hraði skipsins yrði 11 mílur, en í reynsluför gekk það 12Vz mílu. Skipið er búið öllum nýtízku sigling- ar- og fiskileitartækjum, auk þess sem það hefur sjálfstýringu. Þar er líka vél, sem vinnur eina lest af fersku vatni úr sjó á sólarhring. í „Asur“ eru tvær frystigeymslur, sem taka 60 rúmmetra og fiskilestin er kæld. Frystivélarnar geta fryst 15 lestir af lúðu eða hákarli á sólar- hring og hægt er að framleiða 5 lestir af flökum á sama tíma. „Asur“ hefur tvær stórar fiskigeymslur, 13000 ferfeta, og á síldveiðum er hægt að frysta um 150 lestir og salta í 1000 tunnur jafnframt. Þó að skipið eigi aðallega að stunda síldveiðar eða línuveiðar, er ætlunin að nota það einnig stöku sinnum til að veiða hámeri, en góður mark- aður er fyrir hana í sumum Evrópulöndum. (Fishing News). Frá Bretlandi Sjálfvirk slægingarvél - ný uppfinning í Aberdeen. FISKIKAUPMAf)UR í Aberdeen, Robert Johann- esson að nafni, hefur fundið upp slægingarvél fyrir togara, eftir 16 ára tilraunir, sem kostað hafa mörg hundruð pund. Vélin, sem er hálfsjálf- virk, er talin geta orðið togarasjómönnum að miklu gagni og sótt hefur verið um einkaleyfi fyrir henni. I sambandi við gerð vélarinnar var það mikið vandamál, hvernig komast átti hjá því að skemma kvið fisksins, en þetta atriði hefur hr. Johannes- son leyst að miklu leyti. Það er líka mikilvægt, að vélin getur hreinsað sig sjálf. Slægingarvélin er 15 þumlungar á hvern veg og hefur tvo rafmótora. Framleiðsluhraðinn er undir því kominn, hve fljótt starfsmaðurinn get- ur unnið við vélina. Næsta skrefið verður að reyna þessa vél á sjó. Það hefur lengi verið uppáhaldsstarf Johann- essonar að smíða vélar og í vinnustofu hans í Aberdeen hefur þegar verið fundin upp og fram- leidd afuggunarvél, en 100 slíkar vélar eru nú í notkun í fiskvinnsluhúsum í borginni. Johannesson, sem er íslenzkur í föðurætt, var í siglingum í mörg ár, en settist að í landi 1935 og stofnaði sinn eigin atvinnurekstur ári síðar. Honum var hvað eftir annað ráðlagt að hætta við tilraunir með slægingarvélina, en þrautseigja hans og þolinmæði hefur fært honum sigur. Hann er nú byrjaður tilraunir með hentuga flökunar- vél. (Fishing News). <--------------------------------------------A Frá Verðlagsráði sjávarútvegsins ^____________________________________________■*' Síldarverð Með tilvísun til laga nr. 97/1961 hefur Verð- lagslagsráð sjávarútvegsins ákveðið eftirfarandi viðbótarákvæði við lágmarksverð það, sem gildir til 31. desember n. k. um síld veidda við Suður- og Vesturland, þ. e. frá Hornafirði vestur um að Rit, til vinnslu í verksmiðjum. Heimilt er að greiða kr. 0.22 lægra pr kg. á síld til bræðslu, sem tekin er úr veiðiskipi í flutn- ingaskip, heldur en auglýst var í tilkynningu ráðsins nr. 13/1965 frá 30. september 1965. Reykjavík, 5. nóvember 1965. Verðlagsráð sjávarútvegsins. Allir sjómenn, eldri og yngri, þurfa að eignast bókina ENSK LESTRARBÓK handa sjómönnum. Þar er að finna ensk heiti ó öllum hlutum ó skipi og í dokk. Auk þess er bókin góður leiðarvísir fyrir sjómenn í erlendum höfnum. — Kostar 40 kr. í sterku bandi. Bókaverzlun ísafoldar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.