Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1965, Blaðsíða 31

Ægir - 15.12.1965, Blaðsíða 31
ÆGIR 381 Fiskveiðasjoðnr íslands 60 ára Með lögum frá 10. nóv. 1905 var Fisk- veiðasjóður íslands stofnaður, og eru því nú liðin 60 ár síðan. Fyrir sjávarútveginn og þó einkum þann hluta hans, sem nefndur er bátaút- vegurinn, hefir Fiskveiðasjóðurinn reynzt hin þarfasta stofnun, en fyrir fé úr hon- um hefir bátaflotinn að verulegu leyti ver- ið byggður upp. í tilefni af þessu afmæli sjóðsins bauð sjóðsstjórnin nokkrum gestum til kaffi- drykkju í salarkynnum Útvegsbankans hinn 10. nóv. s. 1., þar sem forstjóri Fisk- veiðasjóðs, Elías Halldórsson, ræddi ýmsa þætti úr sögu þilskipaútgerðar á Islandi og greindi frá þróun sjóðsins. Fara hér á eftir helztu atriði þess, sem hann sagði: „Starfsemi Fiskveiðasj óðs Islands er öðru fremur tengd þeim hluta sjávarút- vegsins, sem í daglegu tali er nefndur „vél- bátaflotinn“ — enda er aldur beggja nokk- uð svipaður. Fiskveiðasjóður var stofnaður með lög- um 10. nóvember 1905, en réttum þremur árum áður var sett aflvél í opinn fiskibát — og var það, eftir því sem ég bezt veit, fyrsti vísirinn að uppbyggingu vélbáta. Sjósókn á opnum bátum er, eins og menn vita, jafngömul landsbyggðinni, en fyrir útgerð þilskipa mótar fyrst á seytjándu öld með dugnaði og framtakssemi séra Páls Björnssonar í Selárdal í Arnarfirði. Síðan er slík útgerð rakin áfram — þó með nokkrum eyðum á milli — til dugnað- armannsins Eyvindar Jónssonar — duggu- Eyvindar, á Upsaströnd í Eyjafirði, um eða eftir aldamótin 1700. — Þá kemur þil- skipaútgerð Skúla fógeta — síðar er til- raun Ólafs amtmanns Stefánssonar, þá Konungsútgerðin svonefnda 1776—1787, en þá er komið að Bjarna riddara í Hafn- Elías Halldórsson, forstjóri Fiskveiðasjóðs. arfirði, sem gerði hvorttveggja að reka skipasmíðastöð og útgerð. Eftir það mun þilskipaútgerð ekki hafa fallið niður. En eitthvað hefur verið erfitt með fjárhaginn, því að frá lokum kóngs- verzlunar 1787 og fram til 1840 var veitt- ur styrkur úr ríkissjóði allt að 10 ríkis- dölum árlega á hverja lest skips, sem stærra væri en 15 lestir. Árið 1855 eru þilskip talin vera 31 á öllu landinu, þar af 24 í Vesturumdæm- inu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.