Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1965, Blaðsíða 43

Ægir - 15.12.1965, Blaðsíða 43
ÆGIR 393 -» árum að leggja traustan tæknilegan grundvöll að þessari þróun, svo að þeir dragist ekki aftur úr. Um þá stefnu stjórnarinnar að reyna að koma á strangri takmörkunum til viðhalds fiskistofn- um, sagði framkvæmdastjórinn, að hún væri lofsverð. Skefjalaus samkeppni gæti ekki endað nema á einn veg. Skynsamleg nýting væri öllum fiskveiðiþjóðum lífsnauðsyn. (Fishing News). Markaðsmdl L_____________________________________________ Aukinn innflutningskvóti fyrir færeyskan fisk í Bretlandi. FYRIR stuttu var gerður samningur milli brezkra innflytjenda og færeyskra útgerðarmanna um verulegar breytingar á útflutningi fisks frá Fær- eyjum til Bretlands. Samkvæmt samningnum verður innflutnings- kvóti fyrir færeyskan fisk í Bretlandi aukinn um 150 þús. pund á ári. Hámarksupphæðin, sem á- kveðin var í ársbyrjun 1964, var 850 þús. pund. Hún verður nú samtals 1 millj. pund. Eftir talsverðar umræður var ákveðið, að salt- fiskur til endurútflutnings frá Bretlandi, svo og síld, skuli vera undanþegið innflutningskvótan- um. Skoðanir voru mjög skiptar um þetta mál á fundinum og olli það því að samningar drógust á langinn. Nú er hægt að flytja allt fiskmagnið til Bret- lands á sex mánaða tímabili, frá október til marz, en það er sá tími sem löndunarþörfin er mest í Bretlandi og fiskframleiðsla Færeyinga er þá jafnframt í hámarki. Innflutningur á fiski frá Færeyjum til Bret- lands hefur verið háður eftirliti frá því í marz 1964, og var sú ráðstöfun eins konar mótleikur við stækkun fiskveiðitakmarkanna við Færeyjar í 12 mílur, þegar brezkir sjómenn voru útilok- aðir frá miðum, er þeir höfðu veitt á fjölda ára. Brezk skip, sem ætluð voru til veiða við Fær- eyjar, þui’fti að endursmíða með tilliti til veiða á fjarlægum miðum og Bretum þótti hart ef markaðurinn fylltist af fiski frá þeim miðum, þar sem þeim var meinað að veiða. Samband tog- aramanna í Bretlandi og ýmis önnur félög settu þá á fót nefndina, sem ákvað kvóta og hafði eftir- lit með innflutningnum frá Færeyjum. Fyrri kvótaskipting, sem miðaðist við árs- fjórðungslegan innflutning, var ekki ætluð til frambúðar. Mörgum fiskinnflytjendum í Bretlandi var hún þyrnir í augum, en nú hefur henni ver- ið breytt, eins og áður segir, og tekin upp hent- ugri skipting, sem fyrst um sinn á að gilda í 5 ár. (Fiskets Gang). E.TH. MATHIESEN h.f. LAUGAVEG 178 - SÍMI 36570
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.