Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1966, Blaðsíða 8

Ægir - 01.04.1966, Blaðsíða 8
102 ÆGIR Hinn árlegi fundur íslenzkra, norskra og sovézkra fiskifræðinga var haldinn á Seyðisfirði dagana 20.—22. júní. Sjórinn norðanlands og austan reyndist kaldari en dæmi voru til frá því að rann- sóknir þessar hófust fyrir 16 árum. 0 gráðu jafnhitalínan í 50 metra dýpi fyrir Austurlandi var nú um 180 sjómílum sunn- ar en vænjulega, enda var Austu'--lslands- straumurinn miklu kaldari en venjulega. Þrátt fyrir ítarlegar athugani.■ varð ekki vart við verulegar síldargöngur fyrir Vestfjörðum eða Norðurlandi í maí eða júní. Allmiklar síldargöngur voru 180—200 sjómílur ANA af Langanesi og um 130 sjómílur A af nesinu. Ennfremur var all- mikil síld á svæðinu 50—80 sjómílur úti af Dalatanga. Á undanförnum árum, þegar gangan hefur verið komin N af Langanesi, hefur hún jafnan gengið til V eða NV, en aðal- gangan sveigði að þessu sinni í byrjun vertíðarinnar til NNA og fylgdi síldveiði- flotinn henni eftir til Jan Mayen. Sovézku rannsóknarskipin höfðu áður en fundur- inn var haldinn orðið vör við talsvert síld- armagn á stóru svæði 200—300 sjómílur austur af landinu. Átumagn á íslenzka hafsvæðinu var með allra minnsta móti. Sökum hins óvenjulega kulda hafði vorað óvenju seint í sjónum og af því leiðir að aukning átumagnsins verð- ur hægfara og seinna á ferð en venjulega. Hinsvegar var mun meiri áta í hafinu aust- ur af landinu en á íslenzka hafsvæðinu. Skýrsla fiskifræðinganna birtist í 15. tbl. Ægis hinn 1. sept. Eflaust hefur hinn mikli styrkleiki Pól- straumsins og hafísinn, sem með honum barst, verið orsök kuldans í sjó og lofti fyrir Norður- og Austurlandi s. 1. vor og sumar. Veiðarnar. Eins og fyrr segir byrjuðu veiðarnar fyrr en nokkurntíma áður. Fyrsta síldin veiddist 24. maí á m/s Jón Kjartanson SU 111, skipstjóri Þorsteinn Gíslason, 100 sjómílur A af Glettinganesi. Metveiði var í júnímánuði. Síldin var í byrjun veiðitímans óvenjulega stór, mestmegnis 13—20 ára gömul, en mjög mögur. Veiði var lengst af mjög treg á venjulegum síldarmiðum Norð- austanlands og fyrir Austfjörðum í júlí og ágústmánuði. Seinni hluta júlímánaðar og í ágúst var allgóð veiði við Hrollaugseyjar og var þeirri síld landað jöfnum höndum á Austfjörðum og í Vestmannaeyjum og einnig í flutningaskip. Síðast í júlí sóttu nokkur skip á síldveiðimið við Hjaltland. 1 ágúst og fram í september aflaðist öðru livoru talsverð síld djúpt NA af Langa- nesi og allt til Jan Mayen. Við sóknina á hin fjarlægu mið komu flutningaskipin í góðar þarfir. Án þeirra hefðu veiðar á þessum fjarlægu miðum verið óhugsandi fyrir mörg síldveiðiskip- anna, ef landa átti aflanum á Islandi. Hinn 12. september aflaðist vel 50—100 sjómílur NA af Langanesi. Næstu viku var reytingsafli á svipuðum slóðum. Hinn 18. september tók að aflast úti af Digranesi og Glettinganesi. Einn bezti veiðidagur sum- arsins var í Norðfjarðardýpi 23. septem- ber. Frá aðfaranótt 30. september allt fram undir jól, að síldveiðiskipin hættu veiðum, mátti heita uppgripaafli einhversstaðar á svæðinu frá Glettinganesi suður í Reyðar- fjarðardýpi, þegar veður og straumar leyfðu. Mest aflaðist 45—65 sjómílur ASA- SA af Dalatanga. Þótt flest smærri skipin hættu veiðum þegar kom fram á haustið, þá stunduðu 135—140 skip veiðarnar fram undir miðj- an desember. Eru það töluvert fleiri skip en í október og nóvember 1964 og nærri þrefalt fleiri í desember en þá, enda vai’ð heildaraflinn nú miklu meiri. íslenzki síldarstofninn ört minnkandi. Hundraðshluti síldar af íslenzkum upp' runa hefur farið ört minnkandi ár frá ári

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.