Ægir

Árgangur

Ægir - 15.10.1966, Blaðsíða 4

Ægir - 15.10.1966, Blaðsíða 4
306 ÆGIR veiðum um miðjan mánuð og var reitings afli þegar hætt var. Afli dragnótabáta hef- ur farið minnkandi, þó fengu einstakir bát- ar sæmilega veiði, allt að 7 lestum. Aflinn hjá togbátum var yfirleitt lélegur. Aðal- uppistaða aflans var karfi. Handfærabátar hafa sótt afla sinn suður og austur með landi. Veiði hjá þeim var yfirleitt sæmileg og stundum ágæt. Aðaluppistaða aflans var stór ufsi. Gæftir voru slæmar. Akranes: Þaðan stunduðu 13 bátarveið- ar, þar af 9 á síldveiðum, 3 með línu og 1 með handfæri. Aflinn varð alls (síldveiði ekki meðtalin) 133 lestir í 30 sjóferðum, þar af afli línubáta 90 lestir í 25 sjóferð- um. Auk þessa fengu 3 opnir vélbátar 23 lestir í 15 sjóferðum í dragnót. Gæftir voru stirðar. Rif: Þaðan stunduðu 4 bátar veiðar, þar af 2 á síldveiðum og 2 með línu. Afli línu- bátanna varð 65 lestir í 15 sjóferðum. Gæftir voru stopular. Ólafsvík: Þaðan stunduðu 15 bátar veið- ar, þar af 6 á síldveiðum, 7 á dragnót og 2 með humartroll. Aflinn varð alls (síld- veiði ekki meðtalin) 364 lestir í ca. 108 sjó- ferðum. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð Geysir með 62 lestir. Gæftir voru frekar stopular. Sfykkishólmur: Þaðan stunduðu 2 bátar veiðar í mánuðinum með línu og varð afl- inn 4 lestir í 2 sjóferðum. Einnig stunduðu nokkrir minni bátar veiðar með haukalóð og var aflinn lítill sem enginn. Gæftir voru frekar stirðar. AUSTFIRÐINGAFJÓRÐUNGUR í semfember Utgerð í mánuðinum var svipuð og í síð- asta mánuði. Síldveiðarnar gengu yfirleitt vel og var veiðin nær landi en áður eða frá 30—70 mílum undan landi, aðallega í Reyð- arfjarðardjúpi og norður í Seyðisfjarðar- djúp. Mikið var saltað af síld í mánuðin- um, svo að um mánaðamótin var að mestu búið að salta upp í samninga. Smábátar réru lítið í mánuðinum, en fiskuðu fremur vel. Gæftir voru stirðar. Hornafjörður: Þaðan voru eins og fyrr fjórir stórir bátar á síldveiðum. Einu stundaði botnvörpuveiðar og sigldi oftast með aflann. Fjórir minni bátar stunduðu humarveiðar. Gæftir voru slæmar. Afl1 lagður á land í mánuðinum var 69 tonn, þar af voru 16 tonn af slitnum humar. Djúpivogur: Þaðan var „Sunnutindur gerður út til síldveiða. Síldarverksmiðjau hefir alls tekið á móti um 6700 tonnum af síld og saltað hefir verið í um 8000 tunnuv. Breiðdalsvík: Þaðan var „Sigurður Jons- son“ á síldveiðum. Síldarverksmiðjan vai búin að taka á móti rúmlega 4000 tonnum af síld og saltað hafði verið í um 5000 tunnur og 110 tonn af síld höfðu verið frystar. Stöðvarfjörður: Þaðan var „Heimir“ H síldveiðum. Síldarverksmiðjan var alls bU' in að taka á móti um 5000 tonnum af sn og saltað hafði verið í um 9600 tunnur °£ fryst höfðu verið 200 tonn af síld. Hand- færabátar frá Reykjavík hafa lagt á lun nokkuð af stórufsa. Fáskrúðsfjörður: Þaðan voru tveU stóru bátarnir á síldveiðum. SmábátarnU réru sama og ekkert í mánuðinum. Síldal' verksmiðjan var búin að taka á móti um 18.000 tonnum af síld og búið var að sal a í um 43.000 tunnur og fryst höfðu vei1 270 tonn af síld. Handfærabátar frá Su vesturlandi lögðu upp 205 lestir af sto1 ufsa í mánuðinum. Reyðarfjörður: Þaðan voru tveir sto1 bátarnir á síldveiðum. Einn lítill þilA11® bátur réri dálítið og fiskaði fremur Einnig réri einn opinn vélbátur nokkuð» e fiskaði lítið. Síldarverksmiðjan var búin taka á móti um 20.000 tonnum af síld ^ síldarsöltunarstöðvarnar fjórar voru b ar að salta samtals í 23535 tunnur. Eskifjörður: Þaðan voru eins og a ^ sex stórir bátar á síldveiðum. Einn n 1 þilfarsbátur réri nokkuð í mánuðinum fiskaði fremur vel, oftast allt að tveim ^ lestum í róðri. Síldarverksmiðjurnar v01 alls búnar að taka á móti 38,845 tonnum^ síld. Á síldarsöltunarstöðvunum fimm

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.