Ægir

Árgangur

Ægir - 15.10.1966, Blaðsíða 5

Ægir - 15.10.1966, Blaðsíða 5
Æ G I R 307 búið að salta í 29890 tunnur og fryst höfðu verið 244 tonn. Nokkuð hefir komið af stór- ufsa af síldarskipum. NorðfjörSur: Þaðan voru sjö stórir bát- ai’ á síldveiðum, einn var á botnvörpuveið- en aflaði lítið. Sex litlir þilfarsbátar réru nokkuð með línu og fiskuðu fremur vel og tveir stunduðu nokkuð veiðar með dragnót og einn var á humarveiðum, en lagði aflann á land á Hornafirði. Afli lagð- Ur á land í mánuðinum annar en síld var 273 tonn. Síldarverksmiðjan var búin að faka á móti um 56.000 tonnum af síld. Síld- arsöltunarstöðvarnar sex voru búnar að salta í 51.868 tunnur og búið var að frysta ^40 tonn af síld. Nokkuð hefir komið á land af stórufsa frá síldveiðiskipum. Mjóifjöröur: Þaðan var ekkert gert út, eu á einu söltunarstöðinni á staðnum hafði Verið saltað í um 8000 tunnur af síld. Seyðisfjöröur: Þaðan voru stóru bátarnir þrír á síldveiðum og einn lítill þilfarsbát- Ul’ réri með línu og fiskaði fremur vel, þeg- ai’ gaf á sjó, en gæftir voru slæmar. Síldar- yerksmiðj urnar tvær voru búnar að taka a móti rúmlega 100.000 tonnum af síld. Súdarsöltunarstöðvarnar níu voru búnar að salta í 95.402 tunnur af síld. Lítið hafði Vei’ið fryst af síld. Nokkuð hefir komið á land af stórufsa frá síldveiðiskipum. Rorgarfjörður: Tveir opnir vélbátar l'ei'u nokkuð í mánuðinum, aðallega með llandfæri og fiskuðu oftast vel eða um hálft t°nn á mann í róðri. Gæftir voru slæmar, Svo að róðrar urðu ekki margir. Síldarverk- Slniðjan var búin að taka á móti um 4500 tonnum af síld og síldarsöltunarstöðvarnar fvaer voru búnar að salta í um 7500 tunn- Ul’ af síld samtals. Bakkafjörður: Þaðan réru fimm opnir ^elbátar í mánuðinum, aðallega með hand- fsei’i. Nú er búið að koma síldarverksmiðj- unni í íag, svo að hún getur tekið á móti slld til bræðslu. Eitt skip var búið að losa Pai’ síld úr einni veiðiferð. Yopnafjörður: Þar var ekkert gert út í ^ánuðinum. Síldarverksmiðjan var búin taka á móti um 21.200 tonnum af síld. Síldarsöltunarstöðvarnar fjórar voru bun- ar að salta í samtals 7261 tunnu af síld. SÍLDVEIÐARNAR norðanlands og austan. 18. sept.: SV stormur og ekkert veiði- veður, aðeins 1 skip tilkynnti 110 lestir. 19. sept.: Hægviðri á miðunum, en mik- ill straumur og kvika. Mikið kastað og margir rifu nótina. 52 skip með 3.315 lestir. 20. sepit. Gott veður og reytingsveiði í Reyðarfjarðar- og Norðfjarðardýpi 50 sjóm. frá landi. 83 skip tilkynntu 7.245 lesta afla. 21. sept.: Gott veður. Aðalveiðisvæði í Norðfjarðardýpi, 32—50 sjóm. frá Norð- fjarðarhorni. 58 skip fengu 4.180 lestir. 22. sept.: Sama veðurblíðan og undan- farna daga. 77 skip tilkynntu 5.990 lesta afla, sem fékkst í Reyðarfjarðar-, Norð- fjarðar- og Seyðisfjarðardýpi, 25—40 sjóm. undan landi. 23. sept.: Gott veður. 76 skip tilkynntu 6.546 lestir og fékkst mest í Seyðisfjarðar- dýpi, 30—40 sjóm. frá landi. 2U. sept.: Blíða og reytingsveiði 30—70 sjóm. ASA af Dalatanga í Reyðarfjarðar- dýpi og á Gerpisflaki. 66 skip með 6.265 lestir. 25. sept.: Gott veður. 67 skip með 8.675 lestir úr Reyðarfjarðardýpi. 26. sept.: 92 skip fengu 15.127 lestir á sömu slóðum og í gær, talsverðu magni var landað í flutningaskip. Veður til veiða var ágætt. 27. sepf.: SA kaldi, en þó allgott veiði- veður. Dágóð veiði í Seyðisfjarðar- og Norðfjarðardýpi, 30—50 sjóm. undan landi. 66 skip tilkynntu 8.620 lestir. 28. sept.: Gott veður og allgóð veiði í Reyðarf jarðar- og Norðf jarðardýpi, 30—50 sjóm. undan landi. 70 skip tilkynntu 8.720 lestir. 29. sept.: NA bræla á miðunum fram eftir degi, en um nóttina fór veður batn- andi. 22 skip með 2.325 lestir. 30. sept.: NNA stinningskaldi og lélegt veiðiveður. 25 skip tilkynntu 1.550 lesta afla.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.